Farið í markaðsátak til að laða að skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipin hafa verið mikið rædd upp á síðkastið.
Skemmtiferðaskipin hafa verið mikið rædd upp á síðkastið. mbl.is/Árni Sæberg

„Við teljum okkur vera með einstakar aðstæður sem bjóða upp á frábæra upplifun fyrir réttu stærðina af skemmtiferðaskipum,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn, en nokkuð hefur borið á áhuga meðal sveitarfélaga á Suðurnesjum að fara í sameiginlegt markaðsátak í þeim tilgangi að laða skemmtiferðaskip á svæðið.

Halldór segir hugmyndir um markaðsátak hafa verið á lofti um nokkurt skeið og að horft sé sérstaklega til smærri skipa sem taki allt að 300 farþega. Hann segir hugmyndina felast í samvinnu milli þriggja hafna: Reykjaneshafnar, Grindavíkurhafnar og Sandgerðishafnar.

Umtalsverð fjölgun

„Það er í raun verið að horfa til þess að Reykjanesskaginn er með þrjár aðkomur og hafnir í ólíkum áttum. Það væri þannig einhver samþætting í því að ef vindur blési úr einni átt hentaði að sækja að úr annarri átt,“ útskýrir Halldór sem lýsir átakinu sem samvinnuverkefni milli sveitarfélaganna.

Hann segist hafa orðið var við aukinn áhuga ferðamanna á Reykjanesskaga á síðustu árum. „Ég hef heyrt að menn telji sig sjá umtalsverða fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum eftir að eldgosin hófust við Fagradalsfjall,“ segir Halldór. 

Meira má lesa um málið í Morgunblaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert