Útsýni skert eftir að gígbarmur brast

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Gíg­barm­ur í eld­gos­inu við Litla-Hrút brast þegar klukk­an var tíu mín­út­ur yfir fjög­ur í nótt að sögn Huldu Rós­ar Helga­dótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands.

    Hraunið flæðir nú í vesturátt en gíg­ur­inn þarf að byggj­ast upp aft­ur til þess að hraun fari aft­ur að renna til suðurs.

    Fólk sem fer eft­ir göngu­leiðinni að skoða gosið stend­ur aust­an meg­in við það og eru því áhrif­in af því að barm­ur­inn hafi brostið helst þau að út­sýni að hraun­flæðinu skerðist.

    „Fólk stend­ur þá ekki al­veg við hinn virka hraunjaðar sem er vest­an meg­in,“ seg­ir Hulda.

    Gosóró­inn jókst aðeins í gær­kvöldi og virt­ist vera auk­in virkni í gos­inu. Hann féll síðan niður um það leyti sem gíg­barm­ur­inn hrundi, að sögn Huldu.

    Augna­blikið þegar barm­ur­inn brast

    Eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóp­ur Suður­lands deildi mynd­bandi á Face­book í morg­un af því þegar gíg­barm­ur­inn brast í nótt.

    Mynd­bandið er unnið úr vef­mynda­vél RÚV og hraði þess þre­faldaður fyr­ir fram­setn­ingu, að því er seg­ir í færsl­unni.
    Gígurinn var orðinn myndarlegur áður en hann brast í nótt.
    Gíg­ur­inn var orðinn mynd­ar­leg­ur áður en hann brast í nótt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert