Ný akbraut á Keflavíkurflugvelli var formlega tekin í notkun í dag. Akbrautin tengir saman flughlað flugstöðvarinnar og flugbraut. En hvað á brautin að heita? Mike, samkvæmt tilkynningu Isavia.
Fyrsta flugvélin sem ók eftir Mike var Icelandair-vélin Fagradalsfjall, en vélin var á leið til Oslóar.
Akbrautin er fyrsta viðbót Isavia við flugbrautakerfið, en allar aðrar viðbætur voru lagðar af NATO eða Bandaríkjaher. Mike er engin smásmíði og er 1.200 metrar á lengd og 35 metrar á breidd. Til samanburðar myndi malbikið duga til að malbika 35 fótboltavelli. Kostnaður við akbrautina eru tæpir 4 milljarðar króna.
Akbrautin mun minnka biðtíma flugvéla að komast af akbraut eða komast í loftið á háannatíma og þar af leiðandi minnka kolefnisspor flugvéla á jörðu, sem er eitt af markmiðum flugvallarins.