Norðanverður hluti gígsins við Litla-Hrút hrundi klukkan 11.26 í dag með þeim afleiðingum að kvika flæddi í norðurátt. Þetta staðfestir Minney Sigurðardóttir, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Sjónarspilið má berja augum í spilaranum hér að ofan.
„Það kom smá flæði þarna úr honum norðan megin. Meginflæðið heldur áfram eins og hefur verið að flæða en það sullaðist úr honum norðan megin,“ segir Minney sem tekur fram að eldgosið gangi enn sinn vanagang.
Hún segir á að það geti orðið „stóhættulegt“ þegar að gígurinn hrynur svona og minnir á að svæðið í kringum eldgosið er flokkað sem hættusvæði. „Maður vill ekki ímynda sér það ef einhver hefði staðið þarna.“
Hún segir að við hrun í gígnum lækki gosórói töluvert en rísi aftur þegar að gígurinn nær jafnvægi.