„Þá held ég að menn séu alveg galnir"

Brynjar Níelsson telur að það sé líklegast fullreynt að breyta …
Brynjar Níelsson telur að það sé líklegast fullreynt að breyta um stefnu í ríkisstjórnarsamstarfinu. mbl.is/Eggert

„Ef satt skal segja þá finnst mér ekki líklegt að menn komist að niðurstöðu í málunum sem ég skrifaði um,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður í samtali við mbl.is í gær, spurður um grein í Viljanum sem hann ritaði í gær, þar sem hann kallaði meðal annars eftir stefnubreytingu í stjórnarstefnunni í útlendingamálum og orkumálum, og var með ákall til hægrimanna og borgaralegra afla um að láta í sér heyra vegna ástandsins á stjórnarheimilinu.

„Spurningin er bara hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætli að sætta sig við stöðuna að óbreyttu eða ætla menn að knýja fram þessar breytingar. Ég er ekki vongóður um að svo verði og þá er auðvitað bara ein leið; sem er að segja að þetta sé fullreynt og hætta þessu samstarfi,“ segir Brynjar.

„Let's call it a day“

Ert þú sem sagt á þeirri skoðun að það sé fullreynt að breyta um stefnu?

 „Ég er kannski ekki í stöðu til að meta það en ég óttast að staðan sé þannig að það sé ólíklegt að hún breytist. Þá segi ég nú bara eins og menn segja á ensku: „Let's call it a day,““ segir hann.

Spurður hvort að gengi flokksins í könnunum hindri flokkinn frá því að slíta samstarfinu segir hann útlit þeirra ekki vera góða afsökun til að halda ríkisstjórninni á lífi.

„Ef menn ætla að horfa á það ættu menn kannski að velta fyrir sér hvernig stóra könnunin verður eftir tvö ár þegar við kjósum og ekkert hefur breyst. Ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur þetta allt yfir sig ganga, og ekkert gerist í útlendingamálum eða orkumálum og svo framvegis, ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur að það sé betra að fara í kosningar þá, þá held ég að menn séu alveg galnir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert