Brekkur ekkert mál á rafmagnshjólinu

Alda Áskelsdóttir og Hrafn Steinar á gosslóðum nú í vikunni.
Alda Áskelsdóttir og Hrafn Steinar á gosslóðum nú í vikunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Þegar farið er um Meradalaleið í átt að eldgosinu við Litla-Hrút eru göngugarpar í miklum meirihluta en líka fjöldi hjólreiðafólks.

„Frá Suðurstrandarvegi og svo langt sem komist verður að brún nýja hraunsins fórum við á um það bil hálftíma. Leiðin er greið, þó að undirlag sé gróft á stöku stað. Brekkurnar eru rétt fyrst og ekkert mál og þegar þeim sleppir eru þessir rúmu sjö kílómetrar léttir yfirferðar,“ segir Alda Áskelsdóttir úr Hafnarfirði. Morgunblaðið hitti hana við gosstöðvarnar nú í vikunni þar sem hún og Hrafn Steinar Sigurðsson, sonur hennar, voru í hjólatúr.

Vindur skiptir ekki máli

Rafmagnshjól njóta vaxandi vinsælda og Alda fór að eldgosinu á slíkum fák. „Á þessu tæki, sem ég keypti í fyrra, kemst maður á 20-25 kílómetra hraða og hver hleðsla dugar í 60-80 kílómetra ferðalag. Ferðir á rafmagnshjóli verða líka mjög þægilegar; allar brekkur verða bókstaflega vinir manns og hvernig vindurinn blæs skiptir hreinlega ekki máli,“ segir Alda. Hún kveðst alla tíð hafa stundað hjólreiðar, þótt í mismiklum mæli hafi verið. Þetta hafi hún gert sér til ánægju og heilsubótar, án þess þó að hafa tekið hlutina eftir fastmótaðri reglu eða skipulagi.

„Hér í Hafnarfirði er ágæt aðstaða fyrir hjólreiðar, svo sem stígur niðri við höfnina. Einnig góðar tengingar milli bæjarhluta og inn í Reykjavík. Þetta er mjög til bóta og ég vænti þess að haldið verði áfram á þessari sömu braut,“ segir Alda.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert