Látin fara samdægurs

Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78.
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Ljósmynd/Aðsend

Konan sem greint var frá í gær að væri sökuð um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um, var samdægurs látin fara hjá Samtökunum '78 þegar ásakanirnar bárust stjórn samtakanna. Frá þessu segir Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, í samtali við mbl.is.

Ásakanirnar sneru ekki að starfi innan Samtakanna '78, að sögn Álfs, en konan starfaði aldrei með börn­um eða ung­menn­um inn­an sam­tak­anna.

„Hún var formaður félagaráðs, sem er í rauninni hópur sjálfboðaliða sem hefur það mjög afmarkaða hlutverk að vera stjórn félagsins innan handar þegar kemur að stórum stefnumótandi ákvörðunum fyrir félagið sem fulltrúar almenns félagsfólks,“ segir Álfur.

Brotin jafn alvarleg

Mál konunnar hefur vakið mikla athygli en umræðan hefur að miklu leyti snúist um að hún hafi ekki fæðst kona heldur sé hún trans, og hvort þær upplýsingar skipti máli í fréttaflutningi um málið.

„Það voru þessar háværu raddir um það að þarna þyrfti að koma fram að hún væri trans, það virðist koma mikið frá fólki sem hefur í gegnum tíðina reynt að rægja okkur og koma óorði á trans fólk sérstaklega. Ég hefði ekki endilega séð sérstaka ástæðu til þess að það kæmi fram að hún væri trans, því það kemur málinu sjálfu í raun ekki við,“ segir Álfur.

Hann segir að í rauninni skipti ekki máli hvaða hópum manneskjan tilheyrir, brotin séu jafn alvarleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert