Kjörstjórn hefji undirbúning að kjöri biskups

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings. mbl.is/Kristinn Magnússon

Drífa Hjart­ar­dótt­ir, for­seti kirkjuþings, tel­ur rétt að kjör­stjórn þjóðkirkj­unn­ar hefji þegar und­ir­bún­ing að kjöri bisk­ups Íslands í sam­ræmi við gild­andi lög og starfs­regl­ur kirkjuþings. Hún skrifaði kjör­stjórn þjóðkirkj­unn­ar bréf þess efn­is.

Drífa gekkst í bréf­inu op­in­ber­lega við þeirri yf­ir­sjón að sinni hálfu að hafa gert sam­komu­lag við Agnesi M. Sig­urðardótt­ur, bisk­up Íslands, rétt eft­ir kirkjuþings­kosn­ing­ar árið 2022, til að freista þess að leysa úr réttaró­vissu um umboð Sr. Agnes­ar til að gegna embætti bisk­ups Íslands.

Hún biðst í bréf­inu af­sök­un­ar á mis­tök­um sín­um, sem hún seg­ist ein bera ábyrgð á.

„Í ljósi of­an­ritaðs tel ég rétt að kjör­stjórn hefji þegar und­ir­bún­ing að kjöri bisk­ups Íslands í sam­ræmi við gild­andi lög og starfs­regl­ur kirkjuþings,“ er haft eft­ir Drífu í bréf­inu til kjör­stjórn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert