Ólafur Pálsson
Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, telur rétt að kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefji þegar undirbúning að kjöri biskups Íslands í samræmi við gildandi lög og starfsreglur kirkjuþings. Hún skrifaði kjörstjórn þjóðkirkjunnar bréf þess efnis.
Drífa gekkst í bréfinu opinberlega við þeirri yfirsjón að sinni hálfu að hafa gert samkomulag við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, rétt eftir kirkjuþingskosningar árið 2022, til að freista þess að leysa úr réttaróvissu um umboð Sr. Agnesar til að gegna embætti biskups Íslands.
Hún biðst í bréfinu afsökunar á mistökum sínum, sem hún segist ein bera ábyrgð á.
„Í ljósi ofanritaðs tel ég rétt að kjörstjórn hefji þegar undirbúning að kjöri biskups Íslands í samræmi við gildandi lög og starfsreglur kirkjuþings,“ er haft eftir Drífu í bréfinu til kjörstjórnar.