Innviðaráðuneytinu bárust alls 79 umsagnir í samráðsgátt við drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 til 2038.
Umsagnarfrestur rann út á mánudag og mun innviðaráðuneytið nú í framhaldinu fara yfir þær umsagnir sem bárust í samvinnu við stofnanir ráðuneytisins.
Þegar tekin er afstaða til umsagna er horft til þess hvernig tillögurnar samræmast markmiðum og áherslum sem birtast í samgönguáætlun um greiðar, öruggar, hagkvæmar og umhverfislega sjálfbærar samgöngur sem jafnframt stuðla að jákvæðri byggðaþróun, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins við fyrirspurnum Morgunblaðsins.
Þá verður forgangsröðun verkefna metin með hliðsjón af fjárhagsramma málaflokksins.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.