Lögreglu skortir heimildir

Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna skorta heimildir til að geta rannsakað öfgahópa og skipulagningu hryðjuverka. Hryðjuverk eru gjarnan rædd í lokuðum spjallhópum sem lögreglan hefur hvorki heimildir né getu til að rannsaka nánar.

Hann segir unga karlmenn sem telji sig jaðarsetta vera sérstakan áhættuhóp sem laðist að öfgakenndum skoðunum og geti leiðst út í stórfelld afbrot og hryðjuverk.

Ungir karlmenn áhættuhópur

„Ef maður skoðar prófílinn á þeim sem eru að fremja hryðjuverk þá eru þetta oftast nær karlmenn í yngri kantinum sem upplifa sig jaðarsetta af samfélaginu og þróa með sér þannig hatur út í samfélagið að þeir fara að undirbúa og skipuleggja einhvers konar verknað.“

Samskipti þessara ungu manna fari gjarnan fram á miðlum eins og Discord og Telegram, eða í spjalli sem boðið er upp á í tölvuleikjum. Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lagði fram frumvarp á síðasta löggjafarþingi um auknar heimildir lögreglu til að kanna slíka hópa.

Frumvarpið reyndist mjög umdeilt og náði ekki í gegn. Eru íslensk lögregluyfirvöld þannig í veikari stöðu en kollegar þeirra í nágrannalöndunum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert