Vara við skyndilausnum

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um að …
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um að flytja aðstöðu til þyrluflugs úr Vatnsmýrinni á Hólmsheiði.

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um að flytja aðstöðu til þyrluflugs úr Vatnsmýrinni á Hólmsheiði, segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri félagsins.

Í tengslum við umræðu um vaxandi ónæði af þyrluflugi á höfuðborgarsvæðinu hafa hugmyndir verið settar fram um að flytja aðstöðu til þyrluflugs annað. Stjórn Skógræktarfélagsins varar við þessum hugmyndum „sem leysa engan vanda heldur flytja hann einungis innan svæðis“, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Yllu verulegu ónæði

Auður segir að svæðið í Heiðmörk hafi verið byggt upp með miklum tilkostnaði fyrir höfuðborgarbúa jafnt sem aðra. „Það er ekki sjálfsagt mál að ganga á græn svæði Reykvíkinga,“ segir hún.

Hún segir hávaðamengun vera röskun fyrir þá sem leita eftir friði og því að njóta útivistar. Þannig myndu tíðar þyrluferðir frá Hólmsheiði valda verulegu ónæði fyrir íbúa á austursvæðum borgarinnar og gesti nærliggjandi útivistarsvæða.

Skógræktarfélagið skorar því á borgaryfirvöld að ráðast ekki í skyndilausnir þar sem miklum umhverfisverðmætum er fórnað án nokkurs sýnilegs ávinnings. klaraosk@mbl.is

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert