Myndskeið: Fjölbreytileikanum fagnað í miðbænum

Hinsegin dagar hafa gengið eins og í sögu og margir fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir hafa verið á boðstólum þessa vikuna. Nú styttist í hápunkt hátíðarinnar sem er Gleðigangan.

Verður hún gengin í 23 skiptið í ár og undirbúningur hefur gengið afar vel að sögn Gunnlaugs Braga Björnssonar, formanns Hinsegin daga.  

„Spáin er góð og stemning í fólki“

„Allur praktískur undirbúningur af okkar hálfu gengur mjög vel og mikill fjöldi formlegra atriða skráður til leiks. Og ég veit ekki betur en að þeim gangi vel að undirbúa sig. Þau eru auðvitað bara hvert í sínu horni að græja sín atriði. En spáin er góð og stemning í fólki,“ segir Gunnlaugur. 

Við erum afskaplega ánægð með allan gang mála hvað hátíðina varðar og erum búin að standa fyrir mjög mörgum og fjölbreyttum viðburðum. Þátttaka og mæting hefur verið gríðarlega góð. Frábær stemning og baráttuhugur í fólki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka