Bandaríski flugherinn til landsins

B-2 Spirit sprengjuflugvél. Bandaríkjahers.
B-2 Spirit sprengjuflugvél. Bandaríkjahers. Ljósmynd/Bandaríski flugherinn

Flugsveit banda­ríska flug­hers­ins er vænt­an­leg til lands­ins í dag. Hún er á leið hingað til þess að vera við æf­ing­ar með banda­lags­ríkj­um Norður-Evr­ópu. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Í för­inni eru alls þrjár B-2 Spi­rit kjarna­sprengjuflug­vél­ar með allt að 200 manna liðsafla, sem mun hafa aðset­ur á ör­ygg­is­svæðinu í Kefla­vík næstu vik­ur, eða á meðan æf­ing­arn­ar standa yfir. 

Fram­lag til fæl­ing­araðgerða

Und­ir­bún­ing­ur heim­sókn­ar­inn­ar hef­ur staðið yfir um nokk­urra vikna skeið, en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kem­ur til lands­ins. 

Viðvera flugsveit­ar­inn­ar fer fram á grund­velli varn­ar­samn­ings Íslands og Banda­ríkj­anna og er mik­il­vægt fram­lag til fæl­ing­araðgerða í Norður-Evr­ópu. 

Land­helg­is­gæsla Íslands ann­ast fram­kvæmd verk­efn­is­ins í sam­vinnu við Isa­via, í umboði ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. 

Í förinni eru alls þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar með allt …
Í för­inni eru alls þrjár B-2 Spi­rit sprengjuflug­vél­ar með allt að 200 manna liðsafla. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert