Gæðir gömlu verbúðina nýju lífi

Svona lítur Óskarsbraggi út í dag, langt á veg kominn.
Svona lítur Óskarsbraggi út í dag, langt á veg kominn.

Fyrir rúmum áratug var leikmyndahönnuðurinn og listamaðurinn Snorri Freyr Hilmarsson staddur á Raufarhöfn þegar hann rak augun í yfirgefna verbúð í niðurníðslu. Til stóð að rífa bygginguna, en eftir samtal við heimamenn fékk Snorri leyfi til þess að kaupa húsið gegn því að gera það upp og koma einhvers konar starfsemi af stað innan þess.

Undanfarin ár hefur því gamla verbúðin, kölluð Óskarsbraggi, gengist undir umfangsmikla yfirhalningu bæði að innan og utan, en stefnt er að því að hún verði nothæf sem vinnustofa fyrir myndlistarmenn á næstu misserum.

Leikmyndahönnuðurinn og listamaðurinn Snorri Freyr Hilmarsson.
Leikmyndahönnuðurinn og listamaðurinn Snorri Freyr Hilmarsson. mbl.is/Ásdís

Verbúðin reis árið 1950 og var hún eitt ellefu síldarplana sem starfrækt voru á síldarárunum 1867-1969. Nafnið Óskarsbraggi kom til af því að húsið byggði Óskar Halldórsson, sem er einnig þekktur sem Íslandsbersi úr Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness. Að sögn Snorra Freys á byggingin sér áhugaverða sögu.

„Sagan segir að Óskar hafi sent skútu til Noregs eftir húsinu. Henni var síðan fylgt út í sandinn og húsið byggt í þremur áföngum,“ segir Snorri.

Í húsinu, sem er 750 fermetrar að stærð, var lengi síldarvinnsla og hefur byggingin því mikla þýðingu fyrir þá sem að henni komu á sínum tíma.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert