Ákveða sjálfir með upprunamerkingu vöru

Framleiðendur hafa sjálfir vald til þess að ákveða hvort innfluttar …
Framleiðendur hafa sjálfir vald til þess að ákveða hvort innfluttar vörur séu merktar, með fána lands eða nafni þess, þegar greint er frá upprunalandi vöru. Samsett mynd

Framleiðendur hafa sjálfir vald til að ákveða hvort innfluttar vörur séu merktar með fána upprunalands, auk nafns þess, til að greina frá upprunalandi vörunnar, segir Geir G. Geirsson forstjóri Stjörnugríss. 

Sonja Lind Estrajher Eygló­ar­dótt­ir, verkefnastjóri þing­flokks Fram­sókn­ar, gagnrýndi í samtali við mbl.is í gær, fyrirhyggjuleysi í merkingu matvæla þar sem innfluttar vörur eru stundum merktar með fána og stundum ekki.

Val framleiðanda

„Innflutt matvæli eru merkt samkvæmt merkingarreglugerðum sem matvælastofnun leggur fram,“ segir Geir. Hann segir það þannig fara eftir framleiðendum hvort þeir velji sér að merkja vöruna með fána eða ekki. 

Hann er þó þeirrar skoðunar að allar merkingar séu af hinu góða, enda alltaf gott að upplýsa neytendur. 

Íslendingar lítið spenntir fyrir erlendu lambakjöti. 

Útlit var fyrir skort á lambakjöti í byrjun sumars, en Geir segir þó að á endanum hafi ekki komið til þess. Til að bregðast við hugsanlegum skorti var brugðið á það ráð að flytja inn örfá tonn af kjöti. 

„Það var einungis gert til þess að prófa, en það hefur ekki gengið vel og því verður ekkert framhald á þessu,“ segir Geir. Aðspurður segir hann það vera vegna þess að Íslendingar séu ekkert sérstaklega spenntir fyrir erlendu lambakjöti. Auk þess sem lambakjöt er dýrt erlendis og því ekkert ódýrara að flytja það inn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert