Hitinn í sjötta „hlýjasta sæti aldarinnar“

Það hefur verið hlýtt á suðvestanverðu landinu í ágúst. Aftur …
Það hefur verið hlýtt á suðvestanverðu landinu í ágúst. Aftur á móti hefur verið langkaldast á Austfjörðum. mbl.is/Eyþór

Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur seg­ir að meðal­hiti fyrri hluta ág­úst­mánaðar í Reykja­vík hafi verið 12,3 stig, sem sé +0,8 stig­um ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og +1,2 stig­um ofan meðallags síðustu tíu ára. Hit­inn raðist í 6. hlýj­asta sæti ald­ar­inn­ar.

„Hlýj­ast­ir voru þess­ir dag­ar 2004, meðal­hiti þá 14,0 stig, en kald­ast­ir voru þeir í fyrra, 2022, meðal­hiti 10,0 stig. Á langa list­an­um raðast hit­inn í 16. hlýj­asta sæti (af 151). Hlýj­ast var 2004, en kald­ast 1912, meðal­hiti þá aðeins 7,4 stig.

Á Ak­ur­eyri er meðal­hiti nú 11,1 stig, -0,3 stig­um neðan meðallags 1991 til 2020, en +0,2 stig­um ofan meðallags síðustu tíu ára,“ skrif­ar Trausti í færslu sem birt er á veður­bloggsíðu hans. 

Hann bend­ir einnig á, að hita á land­inu sé enn mis­skipt. Lang­kald­ast, að til­tölu, hafi verið á Aust­fjörðum. Þar sé þetta þriðja kald­asta ág­úst­byrj­un ald­ar­inn­ar. Við Faxa­flóa og á Suður­landi sé hún hins veg­ar sú sjötta hlýj­asta.

Miðað við síðustu tíu ár hef­ur verið hlýj­ast á Þver­fjalli, hiti +2,4 stig­um ofan meðallags, en kald­ast hef­ur verið á Fonti á Langa­nesi, hiti þar -1,4 stig­um neðan meðallags síðustu tíu ára, meðal­hiti 7,0 stig.

Veður­vef­ur mbl.is. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert