„Við styðjum það að unnið sé að bættu flugöryggi og furðum okkur á því með hvaða hætti borgin leggur málið upp. Þær myndir sem borgin birti samhliða tilkynningu um málið nálgast það að vera áróður eða ýkt mynd af því sem gæti orðið,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, spurður um afstöðu félagsins til kröfu Isavia um að felld verði tré í Öskjuhlíð til að bæta flugöryggi og viðbragða Reykjavíkurborgar við því erindi.
Krafa Isavia er sú að að felld yrðu 2.900 tré í Öskjuhlíð, en til vara 1.200 hæstu trén.
Hægt yrði að standa að því með ýmsum hætti, að sögn Matthíasar.
„Við erum sannfærð um að ef borgin myndi sýna samstarfsvilja í þessu máli, væri hægt að vinna að lausn sem þjónaði bæði bættu flugöryggi og borgarbúum líka, með því að bæta Öskjuhlíðina og hanna hana til útivistar. Öskjuhlíðin er ekki þannig í dag.“
Matthías segir svo virðast sem borgin leggi sig fram um að búa til ágreiningsmál í öllum málum er snúi að flugvellinum.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.