Eldur varð í bíl á Miklubraut á ellefta tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn á ferð þegar í kviknaði en ekki er vitað hversu margir voru í bifreiðinni.
Stóð bíllinn í ljósum logum við göngubrúna við Grundargerði en slökkvistörf gengu vel, segir Þorsteinn Gunnarsson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
„Bíllinn var alelda þegar okkar menn komu á svæðið,“ segir Þorsteinn við mbl.is og bætir við að það náðist að koma öllum farþegum bílsins úr farartækinu í tæka tíð.
Meðfylgjandi myndband tók Kristófer Elís.