Valur vill byggja íbúðir á æfingasvæði

Hin nýja íbúðalóð yrði fyrir vestan völlinn. Fjær má sjá …
Hin nýja íbúðalóð yrði fyrir vestan völlinn. Fjær má sjá Tanngarð og Nýja Landspítalann. mbl.is/sisi

Gríðarleg uppbygging hefur verið á svæði Knattspyrnufélagsins Vals á Hlíðarenda á undanförnum árum. Heilt íbúðahverfi hefur risið og Valur fengið tekjur af þessari eign sinni sem nemur milljörðum króna.

En Valsmenn eru hvergi nærri hættir. Þeir hafa sent Reykjavíkurborg ósk um að fá að breyta hluta af æfingasvæði félagsins í íbúðalóð.

Þessi hluti æfingasvæðisins, sá vestasti, er nú í órækt og að hluta notaður sem geymslusvæði. Austan við hann eru tveir æfingavellir með gervigrasi og þeir verða áfram í notkun. Á milli vallanna tveggja er reiknað með því að fyrirhuguð borgarlína komi. Erindi Vals er til meðferðar hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert