Í dag þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni sem tekið hafði að sér að stjórna umferð í miðborg Reykjavíkur við litlar undirtektir viðstaddra.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni kemur hvergi fram að borið hafi á umferðaróhöppum í miðborginni og má þess vegna velta því upp hvort umferðarstjórnunin hafi borið tilætlaðan árangur.
Í dagbókinni segir einnig að lögregla hafi verið kölluð til vegna einstaklings sem var bitinn af hundi í miðborg Reykjavíkur, en þegar lögregla kom á vettvang höfðu bæði eigandi og hundur yfirgefið vettvang.
Þá bárust lögreglu tilkynningar um innbrot í heimahús, geymslur og fyrirtæki víðs vegar í borginni.