Rúmur fjórðungur leikskólastarfsmanna á Íslandi voru menntaðir kennarar í desember 2022 samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Yngri leikskólakennurum hefur farið fækkandi í kjölfar lengingar á námi.
Alls störfuðu 7.119 í leikskólum en ófaglært starfsfólk var rúmlega helmingur, eða 57,6 prósent starfsfólks. 35 prósent leikskólastarfsfólks var með grunnpróf á háskólastigi samkvæmt samantektinni.
Hlutfall starfsfólks leikskóla sem hefur a.m.k. lokið meistaragráðu var hærra á meðal leikskólastjóra, eða 42,1 prósent, en á meðal aðstoðarleikskólastjóra – 28,7 prósent. Hlutfall deildarstjóra og kennara með a.m.k. meistaragráðu var 10,2 prósent. Alls hefur einn af hverjum átta starfsmönnum við uppeldi og menntun leikskólabarna lokið meistaragráðu
Til að fá leyfisbréf sem kennari sem starfar í leikskóla í dag þarf að hafa lokið meistaragráðu en eldri leyfisbréf kennara gilda áfram.
Niðurstöður samantektarinnar sýna að rúmlega helmingur starfsfólks á leikskólakennara er 50 ára og eldri en hlutfall þess hóps hefur farið ört vaxandi undanfarin ár.
Árið 2004 voru rúm 70 prósent kennara á aldrinum 30-49 ára en hefur fækkað hlutfallslega ár frá ári og voru 46,7 prósent árið 2022, en með lengingu náms leikskólakennara fækkaði kennurum undir 30 ára og voru aðeins um 2 prósent árið 2022.