Ráðist á íslenskar stúlkur í Höfðaborg

Erla Guðrún Egilsdóttir og Andrea Heimisdóttir urðu fyrir árás við …
Erla Guðrún Egilsdóttir og Andrea Heimisdóttir urðu fyrir árás við Lion's Head-fjall í Höfðaborg í gær.

Ráðist var á tvær ís­lensk­ar stúlk­ur við Li­on's Head-fjall í Höfðaborg í Suður-Afr­íku í gær. Maður réðst að stúlk­un­um með skot­vopni og steini er þær gengu niður fjallið skömmu eft­ir sól­set­ur. 

Í sam­tali við mbl.is segj­ast þær enn vera í áfalli eft­ir árás­ina en þær náðu að flýja árás­ar­mann­inn með því að kasta sér út af göngu­leiðinni. Árás­armaður­inn barði aðra þeirra, Erlu Guðrúnu Eg­ils­dótt­ur, með stein­in­um og byss­unni og náði að hafa bak­pok­ann af vin­konu henn­ar, Andr­eu Heim­is­dótt­ur. 

„Hann náði að berja mig al­veg frek­ar illa í kring­um aug­un,“ seg­ir Erla þegar hún rifjar upp árás­ina. 

Ultu niður bratt­ar hlíðar fjalls­ins

Erla og Andrea voru að ganga niður fjallið skömmu eft­ir sól­set­ur, en mælt var með við þær að fylgj­ast með ljósa­skipt­un­um frá Li­on's Head. Vin­kon­urn­ar hafa verið á ferðalagi um nokk­ur Afr­íku­lönd í sum­ar og hafa haft það sem reglu að vera ekki mikið á ferli eft­ir sól­set­ur en gerðu und­an­tekn­ingu í þessu til­viki. 

Maður­inn réðst á þær á göngu­stígn­um og náði fyrst bak­pok­an­um af Erlu. Hún náði hon­um aft­ur af hon­um en maður­inn náði að hrifsa bak­pok­ann af Andr­eu áður en þær létu sig falla út af göngu­leiðinni og niður bratt­ar hlíðar fjalls­ins.

Fengu mikla hjálp

Þær hlutu tals­verða áverka í bylt­unni en hittu þar land­vörð að nafni Daniel. Sími Andr­eu var í bak­pok­an­um en Erla var enn með sinn og náðu þær að hringja á hjálp með aðstoð land­varðar­ins. Hann aðstoðaði þær svo við að fara til lög­reglu og gefa skýrslu. 

Þaðan fóru þær á sjúkra­hús þar sem gert var að áverk­um þeirra. „Það voru all­ir mjög hjálp­leg­ir og það var kona sem gaf okk­ur gos og súkkulaði þegar hún skutlaði okk­ur heim af sjúkra­hús­inu,“ segja vin­kon­urn­ar í sam­tali við mbl.is. 

Í kjöl­farið höfðu þær einnig sam­band við borg­araþjón­ustu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins en svo vildi til að kjör­ræðismaður Íslands í Höfðaborg var ein­mitt stödd á Íslandi, en tengiliður henn­ar hef­ur verið í sam­bandi við Erlu og Andr­eu. „Við erum að fara í mat til henn­ar á morg­un,“ segja stúlk­urn­ar.

Mynd sem er tekin á góðri stundu fyrr um daginn.
Mynd sem er tek­in á góðri stundu fyrr um dag­inn.

Láta árás­ina ekki stoppa sig

Erla og Andrea eru 22 ára og voru í lýðhá­skóla í Dan­mörku liðinn vet­ur. Í lok skóla­árs­ins var skóla­ferð til Ken­ía. Ákváðu þær stöll­ur að nýta tæki­færið og ferðast meira um Afr­íku og heim­sóttu meðal ann­ars Sansi­b­ar á leið sinni til Suður-Afr­íku. 

Vin­kon­urn­ar segj­ast enn í frek­ar miklu áfalli eft­ir árás­ina og finna vel til í lík­am­an­um eft­ir gær­dag­inn. Þegar blaðamaður talaði við þær í dag voru þær mjög þreytt­ar. Stelp­urn­ar segj­ast ætla að halda ferðalag­inu áfram, þó að fyrst eft­ir árás­ina hafi þær langað til að fara beint heim til Íslands.

„Þetta var al­veg mikið sjokk en við ætl­um ekki að láta þetta stoppa okk­ur,“ segja þær að lok­um.

Erla fékk nokkra áverka við höggið.
Erla fékk nokkra áverka við höggið. Ljós­mynd/​Erla Guðrún Eg­ils­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert