17 milljarða hagræðing

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, kynnti aðhaldsaðgerðir ríkissjóðs í morgun.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, kynnti aðhaldsaðgerðir ríkissjóðs í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til að ná mark­miðum um halla­laus­an rekst­ur rík­is­sjóðs á kom­andi árum sam­hliða stór­um verk­efn­um er gert ráð fyr­ir 17 millj­arða króna hagræðingu til hægja á vexti út­gjalda, að fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Þar af er gert ráð fyr­ir að launa­kostnaður stofn­ana lækki um 5 millj­arða króna. Mun því koma til nokk­urr­ar fækk­un­ar stöðugilda í stofn­ana­kerf­inu, bæði í gegn­um starfs­manna­veltu og upp­sagn­ir, en vörður verður áfram staðinn um fram­lín­u­starf­semi, m.a. á sviði heil­brigðismála, lög­gæslu, dóm­stóla, mennta­mála o.fl.

Þá lækka önn­ur rekstr­ar­gjöld, á borð við ferðakostnað, auk þess sem lögð verður áhersla á hag­kvæm­ari op­in­ber inn­kaup. Enn frem­ur er aukið á aðhald inn­an ráðuneyta og dregið úr nýj­um verk­efn­um.

Mik­il tæki­færi í ein­föld­un stofn­ana­kerf­is­ins

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, kynnti aðgerðirn­ar fyrr í dag. Sagði hann að þrátt fyr­ir að staða rík­is­sjóðs væri fram­ar vænt­ing­um væri vilji til að gera enn bet­ur til að end­ur­heimta þann styrk sem rík­is­sjóður bjó yfir fyr­ir far­ald­ur­inn, sam­hliða því að byggja upp öfl­uga op­in­bera þjón­ustu.

En gert er ráð fyr­ir að frum­jöfnuður rík­is­sjóðs í ár verði um 100 millj­örðum betri en áætlað var við samþykkt fjár­laga 2023 í lok síðasta árs. 

Ráðherra benti á að mik­il tæki­færi fæl­ust í ein­föld­un stofn­ana­kerf­is­ins, áherslu á sta­f­ræn­ar lausn­ir sem leiddu til betri nýt­ing­ar fjár­muna, lækk­un hús­næðis­kostnaðar í gegn­um sam­eig­in­leg vinnu­rými, sam­rekst­ur og útboðs þjón­ustu.

Sam­hliða þess­um aðgerðum er gert ráð fyr­ir tekjuráðstöf­un­um að svipuðu um­fangi. Mestu mun­ar þar um notk­un­ar­gjöld vegna raf­magns- og ten­gilt­vinn­bif­reiða, aukna gjald­töku á ferðaþjón­ustu, þ.á.m. af skemmti­ferðaskip­um, og hækk­un gjalds á fisk­eld­is­fyr­ir­tæki á ár­inu 2025. Þá verður tekju­skatt­ur lögaðila hækkaður tíma­bundið í eitt ár um 1% líkt og áður hef­ur verið boðað.

Á næstu vik­um munu ráðuneyti og stofn­an­ir vinna að út­færslu aðgerða þannig að sett mark­mið um af­komu rík­is­ins fái staðist, að seg­ir til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert