Íslenskar gráður ekki viðurkenndar

Ljósmynd/HÍ

Þrjátíu eininga diplómur og viðbótardiplómur sem boðið er upp á í íslenskum háskólum standast ekki kröfur samevrópsks hæfniramma og fást því oft ekki viðurkenndar til náms og starfa utan Íslands.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið vinnur að lagabreytingu þess efnis að skilgreind námslok verði nú að lágmarki 60 ETCS-einingar í stað 30 ETCS-eininga eins og er nú. Áformin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Dæmi um diplómur af þessu tagi í Háskóla Íslands eru viðbótardiplómur í kennslufræði háskóla, opinberri stjórnsýslu, stjórnmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði auk fleiri greina, einkum innan félagsvísindasviðs.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert