Sýktur andi í þingsölunum

Sveinn Búason vandaði þingheimi ekki kveðjurnar fyrir réttri öld.
Sveinn Búason vandaði þingheimi ekki kveðjurnar fyrir réttri öld. Mbl.is/Ólafur K. Magnússon

„Það ríkir sýktur andi í þingsölunum, svo þó að inn komi þangað við og við einn og einn maður í senn (sem mann ber að kalla), þá nýtur hann þar ekki nema ógeggjaðrar heilsu nema stutta stund. Svo er hann orðinn samdauna þessum kindum, sem þar eru fyrir, og fæstar hugsa um annað en fylla eigin kvið.“

Þannig komst Sveinn nokkur Búason að orði í mikilli eldgrein í Morgunblaðinu sumarið 1923, þar sem hann vandaði duglega um við þjóð sína. 

Sveinn sagði vitran mann hafa bent á, að Íslendingar að væru „privat“ ærlegir en pólitískt óærlegir. „Jeg hygg þetta sje rjett, að er enn svo mikið einstæðings-derring og einstaklings-valdagirni, að auðsjeður er enn mjög mikill vanmáttur hjá þjóðinni eða einstaklingum hennar til að vinna „einn fyrir alla og allir fyrir einn“. Það væri vafalausa aldrei frekari þörf en nú fyrir fólkið að standa sarnan af alhug.“

Fingralangir forstjórar

Hitt var svo kunnara, að sögn Sveins, en frá þyrfti að greina að þegar forstjórar fyrirtækja gerðust fingralangir í fé sjóða sinna þá gerðu þeir sig bara „fallit“ þegar að þeim væri gengið. „En byrja svo jafn-harðan aftur undir nafni sonar síns, konu eða annara návina, og eru heiðraðir eins og ekkert hefði í skorist; og er alkunnugt að múgurinn gerir sig að hundum fyrir slíkum mönnum, ef þeir hafa einhver aura-ráð. Af þessu vita þeir, og ganga því á það lagið, jafnvel þeir, sem laga-refsing hafa hlotið fyrir óknytti sína, og sætt svo nefndum „æru-missi“, eru góðir og gildir sem fyr, ef þeir gátu stungið undan nægu til að berast á á eftir.“

Ekki er margt um Svein Búason að finna í netheimum. Hann skrifaði að vísu tvær aðrar langar greinar í Morgunblaðið sumarið 1923 en síðan ekki söguna meir, ef marka má Tímarit.is. Þeir lesendur sem búa yfir upplýsingum um téðan mann mega endilega senda línu á netfangið hér að ofan. 

Nánar er fjallað um grein Sveins í Tímavélinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert