Róðurinn þyngist í vetur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Vinstri græn héldu flokks­ráðsfundi sína um helg­ina. Álykt­an­ir flokk­anna tveggja voru mjög ólík­ar og allt lít­ur út fyr­ir að róður­inn þyng­ist í vet­ur.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að það sé ekk­ert nýtt í því að álykt­an­ir flokk­anna séu mjög ólík­ar varðandi hval­veiðar. Um hvort þær hefj­ist 1. sept­em­ber seg­ir hún:

„Sú at­b­urðarás er bara rétt hand­an við hornið. Við þurf­um bara að sjá hvernig henni vind­ur fram.“ Varðandi orku­öfl­un seg­ir hún að erfitt sé að ná lend­ingu með VG. Fyr­ir liggi þó mjög skýr orku­stefna fyr­ir Ísland sem hafi verið unn­in þver­póli­tískt.

„Það hlýt­ur öll­um að vera ljóst að ef við ætl­um að ná þeim mark­miðum þá verður að fram­leiða meira af grænni orku,“ seg­ir Þór­dís og kveðst gera ráð fyr­ir að sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur sé fyr­ir því að fram­leiða þurfi meira af orku. Varðandi út­lend­inga­mál­in seg­ir hún:

„Í mín­um huga er það al­veg skýrt að við erum ekki að fara að taka skref til baka eft­ir að hafa loks­ins klárað út­lend­inga­frum­varp.“

Bæt­ir hún við að hún bú­ist við að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir muni ná niður­stöðu í þessu máli, eins og öll­um, við rík­is­stjórn­ar­borðið og á Alþingi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert