Ölgerðin leiksoppur skipafélaganna

Sagt er í skýrslu SKE að Samskip hafi sent Ölgerðinni …
Sagt er í skýrslu SKE að Samskip hafi sent Ölgerðinni sýndartilbið til að rugga ekki bátnum í samkeppni á milli skipafélaganna.

Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem fylgir með 4,2 milljarða króna sekt á hendur Samskipum, er farið yfir ýmis samráðstilvik þar sem Eimskip og Samskip eru sögð hafa meðvitað sveigt framhjá því að senda lægri tilboð til viðskiptavina.

Ein af frásögnunum nær til útboðs Ölgerðarinnar frá árinu 2009, en fyrirtækið var stór viðskiptavinur hjá Eimskip.

Ölgerðin var á þeim tíma afar ósátt við miklar verðhækkanir á sjóflutningsþjónustu auk þess sem ósamræmis gætti í samningi á milli fyrirtækjanna. Fannst Ölgerðinni verðið „fáránlegt“, að því er fram kemur í skýrslunni

Metið sem sýndartilboð 

Stjórnendur Eimskips brugðust ekkert við kvörtunum Ölgerðarinnar og ákvað gosdrykkjaframleiðandinn því að bjóða út innflutninginn, að því er segir í skýrslunni.

Hér má lesa eina af frásögnunum í skýrslunni:

„Rétt fyrir opnun verðtilboða hjá Ölgerðinni háðu fimm af æðstu stjórnendum Samskipa „keppni“ sín á milli þar sem giskað var á tilboðsverð Eimskips í útboðinu. Ágiskanir allra stjórnendanna byggðust aftur á móti á því að Eimskip myndi bjóða lægra verð en Samskip í öllum þáttum útboðsins.

Spennan/keppnin hjá stjórnendum Samskipa var því hver af þeim hefði giskað á rétt tilboðsverð Eimskips, en ekki hvort Samskip næðu viðskiptum við Ölgerðina. Gögnin sýna því að tilboð Samskipa til Ölgerðarinnar var sýndartilboð. Samráð Samskipa og Eimskips leiddi til þess að Eimskip hélt viðskiptunum og náði að hækka verð til þessa viðskiptavinar.

Á fundi hjá Eimskipi var mikil ánægja með niðurstöðuna og brýndi framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu þetta fyrir undirmönnum sínum: „Lagði línuna varðandi að við ættum ekki að lækka verðin. Þarf frekar að hífa upp verð [… ] Magn í skipum mætti vera meira þessa dagana.““

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert