Myndskeið: Hvernig blasir Ok við í dag?

Ok, 24. ágúst 2023.
Ok, 24. ágúst 2023. Ljósmynd/Skjáskot

Gylfi Gylfason, sem heldur úti Youtube-rásinni Íslandsrásin, ákvað að grípa til þess ráðs að leggja leið sína á hinn afskráða jökul Ok og mynda hann, enda hefur lítið myndefni verið birt af honum í töluverðan tíma.

Okjökull í samnefndu fjalli í Borgarfirði taldist ekki lengur vera jökull í lok árs 2014 og var þá mikið fjallað um stöðu jökulsins og áhrif loftlagsbreytinga á hann.

Okjökull árið 1999. Eins og sjá má hefur mikið breyst …
Okjökull árið 1999. Eins og sjá má hefur mikið breyst síðan fyrir aldamót. Mynd/Loftmyndir

Form­leg kveðju­at­höfn var haldin fyrir Okjökul í ágúst 2019. Hún vakti mikla athygli á sínum tíma.

Myndskeiði Gylfa má sjá hér að neðan.

Jökullinn OK árið 2019.
Jökullinn OK árið 2019. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert