Skaðleg efni í sólaráburði

Sumar tegundir sólaráburða þykja skaðlegar.
Sumar tegundir sólaráburða þykja skaðlegar. AFP/Desiree Martin

Fjölmargar tegundir sólarvarna hafa truflandi áhrif á hormónatarfsemi og líffæri. Ástæðan er sú að fitusækin efni berast inn í blóðrásina og geta borist í heila, taugakerfi og fleira. Sérstaklega er börnum hætt við áhrifunum. 

Þetta er meðal þess sem nokkrar rannsóknir undanfarinna ára hafa sýnt og Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í umhverfislækningum og Lára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum hafa kafað ofan í. Rituðu þær aðsenda grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 

Þar kemur m.a. fram að í sólkremum eru UV síur, efni sem ætlað er að venda húðina fyrir sólarljósi. Sum þessara krema geta hins vegar verið skaðlegar heilsu manna.

Í brjóstamjólk og fylgju mæðra 

„Kemískar UV-síur mælast í blóði eftir áburð og í hækkandi styrkleika með hverjum deginum sem þær eru bornar á húðina, og mælast enn í blóði vikum eftir síðsta áburð - í hærri styrkleika en talið er öruggt. Eins hafa efnin mælst í brjóstamjólk og fylgju mæðra sem bera á sig sólarvörn," segir í greininni.

Þá segir að „sumar UV síur geti borist til heilans í gegnum heilablóðþröskuld (því þær eru fitusæknar og heilinn er fituríkur vefur), hefur auk þess verið bent á að þær geti valdið röskunum í taugakerfi, sérstaklega hjá börnum, þar sem ný taugamót myndast hratt.“

Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í umhverfislækningum og Lára G. Sigurðardóttir, doktor …
Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í umhverfislækningum og Lára G. Sigurðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum.

Geti truflað kynþroska barna

„Þá geta UV-síur safnast fyrir í ýmsum líffærum líkamans, sem getur sett af stað bólguferla, og sumar taldar geta truflað kynþroska með því að seinka honum hjá drengjum en flýta hjá stúlkum. Ennfremur benda rannsóknir til að UV-síur hafi áhrif tjáningu gena, til að mynda fyrir hormónaviðtaka, og allt að hundruð gena sem stýra taugaþroska í heilanum og tengjast efnaskiptum í lifrinni.“

Una segir hluta þessara upplýsinga ekki glænýjar af nálinni en eftir því sem árin líða séu fleiri rannsóknir sem styrki fyrri rannsóknir um skaðsemi sumra UV-sía.

„Það þarf oft einhvern brautryðjenda til þess að koma af stað einhvers konar bylgju sem getur styrkt það sem áður hefur komið fram í mörgum tilfellum,“ segir Una.

Margar í sölu á Íslandi 

Að sögn hennar eru margar tegundir sólarvarna í sölu á Íslandi sem ekki þykja heilsusamlegar. „Því miður finnast margar tegundir sólarvarna á íslenskum markaði sem við mælum gegn því að fólk noti. Sérstaklega óléttar konur og ung börn en helst að allir sniðgangi slíkar sólvarnir,“ segir Una.

Börn með óþroskað ónæmiskerfi 

Hún segir börn með óþroskað ónæmiskerfi, þunna og viðkvæma húð sem sé stór að flatarmáli ef miðað er við þyngt barnanna. „Það er því hlutfallslega mikið magn sem borið er á börnin þegar borið er á allan líkama þeirra. Það gerir hættu á skaðsemi meiri en hjá fullorðnum t.a.m. Hreinsunarlíffæri barna á borð við lifur og nýru eru ekki jafn skilvirk og í fullorðnum. Börn geta því ekki losað sig svo auðveldlega við þessi efni og mikilvægt að vernda þau sérstaklega,“ segir Una.

Una segir að tilviljun ein hafi ráðið því að þær Lára hafi skrifað greinina saman. Þær hafi hist fyrir tilviljun á kaffihúsi þar sem þær voru báðar á kafi í málefninu á þeim tíma.

Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir notkun óæskilegs sólaráburðar.
Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir notkun óæskilegs sólaráburðar.

Allur er varinn góður 

Að sögn Unu hafa einnig komið fram rannsóknir sem ekki styðja allar fullyrðingarnar um sólaráburð. Hins vegar er nokkur samhljómur um að nokkrar af þessum UV-síum, eða efnum sem varna húð við sólarljósi séu óæskilegar.

„Þegar nokkrar rannsóknir koma fram sem sýna fram á sömu orsakatengsl þá er mikilvægt að setja fyrirvara á notkun og að fólk hafi upplýsingar og varann á. Allur er varinn góður,“ segir Una.

Tilgangurinn fellur um sjálfan sig 

Sólarvörn er ætlað að vernda húðina fyrir myndun sindurefna í húðinni þegar sólargeislar fara á hana, en myndun sindurefna getur valdið húðkrabbameini.  „Sumar þessara sólarvarna eða UV-sía geta myndað sindurefni í húðinni þegar verða fyrir áhrifum sólarljós. Þá erum við komin á þann stað að tilgangurinn með notkuninni fellur um sjálfan sig,“ segir Una.

Sólin fengið á sig slæmt orð

Una segir fræðasamfélagið í síauknum mæli hafa komist að þeirri niðurstöðu að skaðsemi sólarinnar sé ofmetin.

„Það hefur gleymst að sólin er okkur algjörlega lífsnauðsynleg. Við eigum vissulega ekki að brenna. En við eigum alls ekki að vera með sólarvörn öllum stundum sem getur farið inn í húð og valdið skaða innvortis. Heppilegra er að nota hatta eða skugga þegar sólin stendur sem hæst,“ segir Una.

Mælt er með því að nota sólarvörn sem er vottuð …
Mælt er með því að nota sólarvörn sem er vottuð frá þar tilgreindum aðilum.

Ekki allar sólarvarnir skaðlegar 

Hún segir mikilvægt að átta sig á því að ekki sé hægt að setja alla sólarvörn undir einn hatt. Ráðlagt er að leita að sólarvörn sem er án ilmefna og án skaðlegra efna fyrir menn og náttúru. Gott er að leita að vottunum eins og Svansmerkinu, Asthma Allergy Nordic merkinu, Allergy Certified merkinu eða EWG-stimplinum.

Æskilegt er að notast við sólarvörn sem hefur þessar vottanir.
Æskilegt er að notast við sólarvörn sem hefur þessar vottanir.

Skaðleg efni í sólaráburði 

Dæmi um skaðlegar UV-síur.
Dæmi um skaðlegar UV-síur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert