Frekari þétting „síst of mikil“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í þró­un­ar­keppni fyr­ir Keldna­land er gert fyr­ir að lág­marki 10 þúsund manna byggð á svæðinu og að 5 þúsund manns starfi þar. Í seinni um­ferð keppn­inn­ar var ákveðið að sjá hvernig hönn­un­ar­stof­ur myndu skipu­leggja svæðið miðað við að lág­marki 15 þúsund íbúa. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir að þessi hug­mynd um frek­ari þétt­ingu svæðis­ins sé „síst of mik­il“.

mbl.is fjallaði um þró­un­ar­keppn­ina í síðustu viku og ræddi við Brent Toder­i­an, fyrr­ver­andi skipu­lags­stjóra kanadísku borg­ar­inn­ar Vancou­ver og einn þeirra sem sitja í dóm­nefnd um þróun Keldna­lands.

Brent er mik­ill talsmaður frek­ari þétt­ing­ar og hélt er­indi á málþingi um sam­göng­ur, sjálf­bært borg­ar­skipu­lag og reynslu annarra borga í síðustu viku. Talaði hann í bæði viðtal­inu og er­indi sínu um mik­il­vægi þess að hafa þéttni í byggð nægj­an­lega mikla til að nærþjón­usta myndi standa und­ir sér.

„Við eig­um að stefna að aukn­um þétt­leika

Keldna­landið er um 116 hekt­ar­ar og miðað við tíu þúsund íbúa yrði þéttni þar um 70% meiri en í Grafar­holt­inu. Brent sagði við mbl.is að hér þyrfti að horfa sér­stak­lega til orðanna „að lág­marki“ og vildi sjá um­tals­verða þétt­ingu um­fram lág­markið.

Upp­fært: Í upp­haf­legri frétt kom fram að þéttni í Grafar­holti væri sam­bæri­leg við þéttni í Keldna­landi með 10 þúsund íbúa. Hið rétta er að þéttni Keldna­lands yrði um 70% meiri en Grafar­holts, eða 86 íbú­ar á hekt­ara sam­an­borið við um 50 íbúa á hekt­ara í Grafar­holti.

Stærð Keldnalandsins er um 116 hektarar.
Stærð Keldna­lands­ins er um 116 hekt­ar­ar. Kort/​Betri sam­göng­ur

Dag­ur tek­ur und­ir þetta í sam­tali við mbl.is. „Já, ég tek und­ir að við eig­um að stefna að aukn­um þétt­leika og þess vegna lét­um við kepp­end­ur spreyta sig á því hvernig væri að út­færa ef íbú­ar væru 50% fleiri [í Keldna­landi],“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Mér finnst þessi 50% aukn­ing síst of mik­il.“ Ef miðað væri við það myndu íbú­ar nýja hverf­is­ins verða um 15 þúsund.

Spurður hvort hann teldi þá rétt að horfa til þess að allt að 20 þúsund íbú­ar gætu verið í hverf­inu seg­ir Dag­ur ekki rétt að út­tala sig um það. Dóm­nefnd­in sé enn að störf­um og að þegar niður­stöður liggi fyr­ir þurfi að skoða hvaða út­færsla sé í boði og hvernig það passi við þétt­leika.

„Ég sé enga ástæðu til að draga úr þétta­leika ef hverfið stend­ur und­ir því, ef það er nægi­lega mikið af græn­um og skemmti­leg­um svæðum og við get­um tryggt lífs­gæði.“

Svæðið nær frá Grafarvogi og meðfram Vesturlandsvegi.
Svæðið nær frá Grafar­vogi og meðfram Vest­ur­lands­vegi. Kort/​Betri sam­göng­ur

Mik­il­vægt fyr­ir nærþjón­ustu

Seg­ir hann þétt­ingu byggðar sér­stak­lega mik­il­væga fyr­ir nærþjón­ust­una og þá skipti líka miklu máli hvernig þró­un­in hafi verið hér á landi þar sem færri og færri búa nú í hverju húsi eða hverri íbúð.

„Áður bjuggu jafn­vel 2-3 fjöl­skyld­ur í húsi þar sem ein fjöl­skylda býr núna,“ seg­ir Dag­ur.

Nefn­ir hann Breiðholtið sem dæmi um eitt fjöl­menn­asta hverfi borg­ar­inn­ar, en að þar hafi íbú­um fækkað um þúsund­ir und­an­far­in ár og ára­tugi þótt ekk­ert hús­næði hafi verið rifið. Hafi borg­in því unnið að þétt­ingaráform­um í hverf­inu með nýju ramma­skipu­lagi.

Stóra mark­miðið að sögn Dags er þó að þétta byggð út frá helstu sam­gönguæðum þar sem áformað er að borg­ar­lín­an muni fara í gegn­um. „Þar eru stóru tæki­fær­in.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert