„Hópeflisferð borgarráðs til Bandaríkjanna“

Sýnt var frá myndum úr ferðinni til Bandaríkjanna í umræðum …
Sýnt var frá myndum úr ferðinni til Bandaríkjanna í umræðum um hana. mbl.is/Árni Sæberg

Það er óhætt að segja að borgarfulltrúar borgarstjórnar hafi ekki verið einhuga um ágæti þess að taka til umræðu kynnisferð borgarráðs til Portland og Seattle, sem farin var dagana 20.-24. ágúst, á fyrsta fundi Borgarstjórnar eftir sumar frí í dag.  

Borgarstjórn kom saman í dag á fyrsta fundi Borgarstjórnar eftir sumarfrí. Fundurinn hófst klukkan 12.00 og stendur enn þegar þetta er skrifað. 

Fyrsta mál á dagskrá var umræða um kynnisferð borgarráðs til Portland og Seattle þar sem borgarfulltrúar reifuðu lærdóm ferðarinnar og þau atriði sem læra mætti af. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu þó eftir því í upphafi fundar að dagskrá liðurinn yrði hafður síðastur en fallið var frá þeirri tillögu. 

„Hópeflisferð borgarráðs“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var ein þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnum. Hún kvaðst mjög hissa á því, eftir langt og tíðindamikið sumarfrí, þar sem mörg mál hafa brunnið á borgarbúum, að fyrsta mál á dagskrá væri „hópeflisferð borgarráðs til Bandaríkjanna.“

Hún dró ágæti ferðarinnar ekki í efa en sagði sjálfstæðismenn sammála um að fresta hefði málinu til lok fundar enda fundartími takmarkaður. Þá sagði hún: „Ég held að borgarbúar séu ekkert í óvenju heima hjá sér að bíða eftir tíðindum úr þessari ferð, þau vilja heyra hvað við ætlum að gera," sagði Hildur og taldi upp þau mál sem hún telur brenna á borgarbúum. 

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, tók þá til máls og sagði athugasemdina koma á óvart. Hún sagðist telja eðlilegt að gera grein fyrir ferðinni á meðan hún væri enn í fersku minni enda hafði hún orðið vör við umræðu um tilgang ferðarinnar og kostnað í sumar. 

Hildur svaraði því þá til að hún væri sammála um að gera þyrfti grein fyrir ferðinni, en stóð fast á því að til þess hefði mátt finna annan vettvang. 

Reykjavíkurborg náð meiri árangri 

Hildur og Alexandra voru þó hvorugar með í ferðinni og var þetta því þeirra innlegg til dagskrárliðarins. Aðrir þeir sem tóku til máls, sem voru með í för, sögðu þó frá lærdómi ferðarinnar. 

Fyrstur tók til máls Dagur B. Eggertsson, Borgarstjóri Reykjavíkur, hann sagði ferðina hafa verið gagnlega enda um að ræða framsæknar borgir í Bandaríkjunum sem hafa verið að vinna að svipuðum viðfangsefnum og Reykjavík. Meðal annars hvað varðar svipað verkefni og borgarlínu auk málefnum heimilislausra. 

Það vakti athygli Dags að Reykjavíkurborg hefði náð meiri árangri og hraðar heldur en þessar „fræknustu“ borgir Bandaríkjanna í samgöngumálum.

Það var þó ýmislegt sem mátti taka af þeirra reynslu og hjó hann meðal annars eftir því þar ytra að borgir hefðu farið í samstarf við einkafyrirtæki um að koma upp rafhjólaleigu. Í því samhengi velti hann því upp hvort að Borgarstjórn ætti að sameinast um tillögu til að kanna kosti þess og hvaða leiðir væri færara í að koma upp rafhjólaleigu í Reykjavík. 

Sammála um ágæti ferðarinnar 

Flestir tóku í sama streng og Dagur um ágæti ferðarinnar og lærdóminn sem mátti draga af henni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, var ein þeirra, en í ræðu sinni ræddi hún um kostnað af borgarlínu þar ytra og áherslur þeirra á gott aðgengi allra í samgöngukerfinu. 

Einar Þorsteinsson, borgarfulltrú Framsóknar, fór yfir stjórnkerfisbreytingar í Portland sem  honum þótti áhugaverður og því fannst honum eðlilegt að spyrja sig hvort það væri eitthvað til að skoða. Stjórnkerfisbreytingarnar fólust meðal annars í því að borgarfulltrúar voru kosnir inn eftir hverfaskiptingu í borginni, til þess að raddir allra fengju að heyrast. Þetta sagði hann hafa gefið góða raun. 

Auk þeirra voru fleiri sem tóku til máls og sögðu frá þeim atriðum sem vöktu áhuga þeirra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert