Hafnfirðingar skora á yfirvöld að halda áætlun

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs …
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar, segir að bókunin sé gerð á grundvelli þess að engar áætlanir hafi verið gerðar um lausnir. Samsett mynd

Um­hverf­is- og fram­kvæmdaráð Hafn­ar­fjarðarbæj­ar vek­ur at­hygli á að sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins geri ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um á Reykja­nes­braut frá Hlíðar­torgi við N1 að Kaplakrika á nýj­um Álfta­nes­vegi frá Reykja­nes­braut í Engi­dal verði lokið árið 2028.

Þetta gerði ráðið í bók­un á fundi sín­um í gær.

50 þúsund bíl­ar

Ráðið kall­ar í bók­un sinni eft­ir hönn­un og fram­kvæmda­áætl­un á um­rædd­um veg­arkafla og skor­ar á sam­göngu­yf­ir­völd að sjá til þess að fram­kvæmd­in verði sam­kvæmt Sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Um Reykja­nes­braut frá Hlíðar­torgi að Kaplakrika aka um 50 þúsund bíl­ar dag­lega og mikl­ar um­ferðartaf­ir mynd­ast auk þess sem íbú­ar eiga í erfiðleik­um með að kom­ast á milli hverfa,“ eins og seg­ir í bók­un­inni.

Svo­lítið óþreyju­full

Guðbjörg Odd­ný Jón­as­dótt­ir, vara­bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður um­hverf­is- og fram­kvæmdaráðs, seg­ir að bók­un­in sé gerð á grund­velli þess að eng­ar áætlan­ir hafi verið gerðar um lausn­ir á þess­um tveim­ur veg­ar­köfl­um en sam­kvæmt ver­káætl­un sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins eigi ein­hver lausn að vera til­bú­in árið 2028.

„Það eru fimm ár í það og það er hvorki búið að ákveða hvað á að gera né hvenær fram­kvæmd­ir eiga að hefjast eða þeim að ljúka. Við erum svo­lítið óþreyju­full að bíða eft­ir ein­hverj­um áætl­un­um í þess­um efn­um.“

Mikið hags­muna­mál fyr­ir íbúa

Seg­ir Guðbjörg að það sé mjög erfitt að kom­ast inn og út úr bæði Set­bergi og Lækj­ar­götu til og frá hring­torg­inu við N1. Þannig bein­ist um­ferðin líka mikið inn í hverf­in.

„Þetta er mikið hags­muna­mál fyr­ir íbúa í Hafnar­f­irði. Við höf­um lagt til að skoðuð verði ljós­a­stýr­ing til bráðabirgða á hring­torgið en svo þarf auðvitað að fá heild­ar­sýn á það hvað verður gert til framtíðar og áætlan­ir þar um.“

End­ur­skoðun sam­komu­lags­ins stend­ur nú yfir og ljóst er að tíma­áætl­un mun fær­ast aft­ar, auk þess sem upp­færa á kostnaðaráætl­un. Sagði fjár­málaráðherra meðal ann­ars í morg­un að kostnaðaráætl­un sátt­mál­ans væri nú kom­in upp í 300 millj­arða. Fyrr í vik­unni kom fram í máli Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra að ljúka eigi end­ur­skoðun­inni nú í sept­em­ber eða októ­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert