„Svo er líka bara eitthvað sem gerist þegar Íslendingar og Finnar hittast. Það er rosa þægilegt. Mikið drukkið og lítið talað. Það hentar okkur mjög vel,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, um tónleikaferðalög sveitarinnar í gegnum árin.
Skálmöld hefur reglulega spilað með þungarokksveitum frá Finnlandi og líkar vel.
Skálmöld heldur í tónleikaferðalag um Evrópu um miðjan næsta mánuð og er það í fyrsta sinn sem hljómsveitin skipuleggur slíkan túr og er aðalnúmerið á sviðinu. Að þessu sinni verður hljómsveit frá Eistlandi með þeim og einnig hljómsveit frá Kanada.
Snæbjörn og Björgvin Sigurðsson, gítarleikari og söngvari Skálmaldar, eru gestir í Dagmálum í dag.