Lítið traust Íslendinga til fjölmiðla áhyggjuefni

Þrír af hverjum tíu sögðust bera annað hvort fremur eða …
Þrír af hverjum tíu sögðust bera annað hvort fremur eða mjög mikið traust til fjölmiðla á Íslandi í nýrri skýrslu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutfall þeirra sem hafa séð falsfréttir, fengið þær sendar eða rekist á þær á netinu síðastliðna 12 mánuði lækkar á milli ára en fleirum þykir þó flókið að fylgjast með fréttum nú en áður.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar.

Þátttakendur í skýrslu nefndarinnar voru beðnir um að rifja upp síðasta skipti sem þeir rákust á frétt á netinu og drógu þá ályktun að hún væri röng eða að um falsfrétt væri að ræða, og hvernig þeir brugðust við.

„Tvöfalt fleiri sögðust ekki hafa gert neitt árið 2022 (43,2%) samanborið við árið 2021 (23,8%). Það veldur áhyggjum að svo hátt hlutfall fólks í samfélaginu eigi í erfiðleikum með að fylgjast með fréttum en ekki síður hvað aðgerðarleysi gagnvart dreifingu falsfrétta er mikið,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.

Graf/Fjölmiðlanefnd

30% bera fremur eða mjög mikið traust 

Þá segir enn fremur að þrír af hverjum tíu segist bera fremur eða mjög mikið traust til fjölmiðla á Íslandi.

Traust mælist almennt mjög hátt á Norðurlöndum í alþjóðlegum samanburði, en að áhyggjuefni sé hve lítið traust Íslendingar beri til fjölmiðla. 

Graf/Fjölmiðlanefnd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert