Verðbólgan hafi verið vanmetin

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Var staðan van­met­in? Ég get al­veg haldið að hún hafi verið van­met­in. Miðað við yf­ir­lýs­ing­ar sem voru gefn­ar út í kring­um ári síðan.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- efna­hags­ráðherra, á Alþingi í dag í svari við spurn­ingu Bjarn­ar Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, en fjár­lög­in eru tek­in fyr­ir á þing­inu í dag.

Björn Leví spurði hvers vegna verðbólga hafi hækkað enn meira frá því að rík­is­stjórn kynnti aðgerðir til að sporna við henni, fyr­ir rúmu ári.

Björn Leví sagði: „Ég er bara gaur sem skil­ur ekki neitt og átta mig ekki á því hvernig aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hún kynn­ir fyr­ir rúm­lega ári síðan, hafa ein­fald­lega hækkað verðbólg­una. Né held­ur hvers vegna það hafa verið átta stýri­vaxta­hækk­an­ir síðan þá. Mér finnst það mjög skrítið.“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. Eggert Jó­hann­es­son

Fjár­mál rík­is­sjóðs standi með því að lækka verðbólgu

Ráðherra svaraði Birni Leví meðal ann­ars með því að segja að „ef þingmaður held­ur að það séu rík­is­fjár­mál­in í land­inu sem ráða verðbólgu í land­inu þá er það mik­ill mis­skiln­ing­ur“. Ráðherra sagði þó efna­hags­mál stjórn­valda mik­il­væg­an þátt í því að koma verðbólg­unni niður.

„Var staðan van­met­in? Ég get al­veg haldið að hún hafi verið van­met­in. Miðað við yf­ir­lýs­ing­ar sem voru gefn­ar út í kring­um ári síðan. Mér fannst látið í það skína að menn væru hætt­ir að hækka vexti og það væri óþarfi að halda áfram. Mér fannst í það skína að hér hefðu verið gerðir ábyrg­ir kjara­samn­ing­ar, sem seinna kom í ljós að væru um­fram fram­leiðini­vexti í land­inu,“ sagði Bjarni.

„En ef við skoðum af­komu­bata rík­is­sjóðs þá er al­veg aug­ljóst að fjár­mál rík­is­sjóðs hafa staðið með því að lækka verðbólgu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka