Fundargerðir vegna stjórnarfunda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa ekki verið birtar í þrjá mánuði. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur það ámælisvert og óskaði hann eftir skýringum á þessu á fundi borgarráðs á fimmtudaginn.
Fyrirspurninni var í kjölfarið vísað til umsagnar Orkuveitunnar. Síðast var fundargerð stjórnar OR lögð fyrir borgarráð þann 8. júní en í fyrirspurn Kjartans kemur fram að stjórn félagsins hafi fundað að minnsta kosti þrisvar sinnum síðan í maí.
„Í febrúar 2008 samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fundargerðir stjórnar félagsins yrðu gerðar opinberar og birtar á heimasíðu fyrirtækisins. Hefur því verklagi verið fylgt síðan og er þannig löng hefð fyrir því að fundargerðir stjórnar Orkuveitunnar séu gerðar opinberar, birtar á heimasíðu félagsins og jafnframt lagðar fram í borgarráði Reykjavíkur,“ segir í fyrirspurn borgarfulltrúans.
Spurningar hans, sem hefur verið vísað til umsagnar OR, hljóða svo: