Rafbílarnir rjúka nú út

Neytendur flykkjast nú í bílaumboðin til að tryggja sér rafbíl …
Neytendur flykkjast nú í bílaumboðin til að tryggja sér rafbíl áður en þeir hækka um áramótin þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá og hver bíll hækkar um 1.320.000 kr. Ljósmynd/Aðsend

Ný­skráðir raf-fólks­bíl­ar það sem af er ári eru 5.251 eða 40% af heild­ar­sölu fólks­bíla. Þeir njóta vax­andi vin­sælda og æ fleiri snúa baki við bens­ín- og dísil­bíl­um.

Neyt­end­ur flykkj­ast nú í bílaum­boðin til að tryggja sér raf­bíl áður en þeir hækka um ára­mót­in þegar virðis­auka­skatt­ur verður lagður á þá og hver bíll hækk­ar um 1.320.000 kr.

Raf­bíll kost­ar frá 4,5 millj­ón­um króna og upp úr, eft­ir teg­und­um og búnaði. Bílaum­boðin aug­lýsa nú raf­bíla sem aldrei fyrr.

Gagn­rýna stjórn­völd

Fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins (BGS) gagn­rýn­ir stjórn­völd fyr­ir að hafa ekki enn sýnt á spil­in um mögu­leg­ar íviln­un­araðgerðir til mót­væg­is við álagn­ingu skatts­ins.

„Við vit­um ekki hvaða leið stjórn­völd ætla að fara,“ seg­ir María Jóna Magnús­dótt­ir. Á meðan er ekki hægt að verðleggja raf­bíla sem selja á í upp­hafi 2024 og eru jafn­vel á leiðinni til lands­ins.

BGS kveður sterkt að orði og seg­ir stjórn­völd senda óljós skila­boð um fyr­ir­ætlan­ir sín­ar í orku­skipt­um. Draga á úr stuðningi við orku­skipti um 57% á gild­is­tíma fjár­mála­áætl­un­ar til 2028.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert