Mál læknisins enn á borði saksóknara

Læknirinn er grunaður um að hafa valdið dauða sex sjúklinga …
Læknirinn er grunaður um að hafa valdið dauða sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Málið er til skoðunar hjá héraðssaksóknara. Samsett mynd

Mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, læknis á Suðurnesjum, sem grunaður er um að hafa valdið ótímabærum dauðsföllum sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, er enn til skoðunar.

Þetta segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara.

Hún segir málið umfangsmikið auk þess sem mörg verkefni liggi hjá embættinu sem þurfi að afgreiða.

Rannsókn lauk snemma á árinu

„Það er sambland af ýmsum þáttum, svo sem umfangi málsins og öðrum verkefnum sem fyrir liggja og þarf að afgreiða,“ segir Arnþrúður, spurð um ástæður þess að málið hafi ekki fengið afgreiðslu hjá embættinu.

Rannsókn lögreglu lauk snemma á þessu ári. Liggur grunur um að Skúli hafi sent sex sjúklinga í tilefnislausar lífslokameðferðir á árunum 2018-2020. Þá eru tveir þáverandi samstarfsmenn hans grunaðir í einu málinu fyrir hlutdeild og fyrir að hafa brugðist starfsskyldum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert