„Stórkostleg“ borð Alþingis til sölu

Hér má sjá eina fundareyju úr nefndarsviði Alþingis.
Hér má sjá eina fundareyju úr nefndarsviði Alþingis. Ljósmynd/Efnisveitan

Fundarborð úr nefndarsviði Alþingis eru nú til sölu á Efnisveitunni fyrir 400.000 krónur stykkið.

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir í samtali við mbl.is að verið sé að selja borðin vegna flutnings í ný­bygg­ingu Alþing­is, að Tjarn­ar­götu 9. Stefnt er að því að flutt verði inn áður en haustþingi lýkur.

„Þetta eru stórkostleg borð með mikla sögu,“ segir Ragna.

Í auglýsingu á Efnisveitunni segir að borðin hafi verið sérsmíðuð af Á. Guðmundsson og geta 15 manns setið við hvert borð. Alls eru þetta þrjár fundareyjar sem eru til sölu og er áætlað nývirði hvers fundaborðs 1,5 milljón króna.

Borðin eru nú til húsa á skrifstofum Alþingis við Austurstræti 8-10.

Þessi fundareyja er einnig til sölu.
Þessi fundareyja er einnig til sölu. Ljósmynd/Efnisveitan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert