Í gæsluvarðhaldi í tengslum við mannslát

Kona um fer­tugt var í gær í Héraðsdómi Reykja­vík­ur úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald til 27. sept­em­ber á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í þágu rann­sókn­ar henn­ar á and­láti karl­manns á sex­tugs­aldri í íbúð fjöl­býl­is­húss í aust­ur­borg­inni  um helg­ina, en kon­an var hand­tek­in á vett­vangi.

Til­kynn­ing um málið barst lög­reglu á laug­ar­dags­kvöld og hélt hún þegar á staðinn og hóf þar end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir á mann­in­um. Hann var í fram­hald­inu flutt­ur á Land­spít­al­ann, en var úr­sk­urðaður þar lát­inn, að því er lög­regl­an grein­ir í til­kynn­ingu. 

Ekki er hægt veita frek­ar upp­lýs­ing­ar um rann­sókn máls­ins að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka