Boðar skattaafslátt fyrir áskrifendur að fjölmiðlum

Lilja segir nauðsynlegt að tryggja gæða fjölmiðlun hér á landi.
Lilja segir nauðsynlegt að tryggja gæða fjölmiðlun hér á landi. mbl.is/Eyþór

Lilja Al­freðsdótt­ir, ferða-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra, boðaði skatta­afslátt fyr­ir þá sem ger­ast áskrif­end­ur að fjöl­miðlum í ræðu sinni á Útvarpsþingi Rík­is­út­varps­ins, sem fram fór í Útvarps­hús­inu í dag.

Rík­is­út­varpið stóð fyr­ir út­varpsþingi í morg­un und­ir yf­ir­skrift­inni Rúv í sam­fé­lag­inu og var umræðuefnið fjöl­miðlun í al­mannaþágu, sam­fé­lag og lýðræðisþróun. Lilja flutti ræðu í upp­hafi þings­ins þar sem hún fjallaði meðal ann­ars um framtíð fjöl­miðla og áskor­an­ir þeirra.

Nauðsyn­legt að tryggja gæða fjöl­miðlun

Hún sagði mik­il­vægt að styðja við „rit­stýrða al­vöru fjöl­miðla, til þess að gera meiri grein­ar­mun á því sem er byggt á þekk­ingu, staðreynd­um og hins veg­ar skoðunum.“

„Það er hlut­verk okk­ar og hlut­verk þeirra sem eru í fjöl­miðlum að taka þetta skref­inu lengra, vegna þess að áhrif­in á lýðræðið og lýðræðis­lega þátt­töku get­ur ger breyst ef við pöss­um ekki upp á fjöl­miðla og ger­um allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að tryggja að við séum með gæða fjöl­miðlun, eins og hún ger­ist best.“

„Skatta­legt hvata­kerfi“

Þá sagði Lilja að stjórn­völd hefðu staðið við það að tryggja sterkt rík­is­út­varp hér á landi. Auk þess hefðu stjórn­völd styrkt við einka­rekna fjöl­miðla með styrkja­kerfi, sem hún tel­ur hafa verið mik­il­vægt miðað við þær áskor­an­ir sem fjöl­miðlar standa frammi fyr­ir, þó það hafi verið gagn­rýnt.  

„Nú ætl­um við líka að setja á lagg­irn­ar svo kallað skatta­legt hvata­kerfi, þar að segja við veit­um skatta­afslátt fyr­ir þá sem ger­ast áskrif­end­ur að fjöl­miðlum og þetta er í mót­un í mínu ráðuneyti,“ sagði Lilja, enda nauðsyn­legt að tryggja gæða fjöl­mila hér á landi, til að geta bar­ist gegn fals­frétt­um og tek­ist á við aðrar áskor­an­ir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert