Mikið lagt undir í Laufskálarétt

Laufskálaréttarhelgi er að ganga í garð í Skagafirði þar sem …
Laufskálaréttarhelgi er að ganga í garð í Skagafirði þar sem mikið er um dýrðir, bæði fyrir og eftir réttarstörf í Hjaltadal á morgun. Mbl/Sigurður Aðalsteinsson

Réttað verður í stærstu stóðrétt lands­ins, Lauf­skála­rétt í Hjalta­dal í Skagaf­irði, á morg­un, laug­ar­dag. Hundruð hrossa verða í réttinni en hún laðar jafn­an til sín þúsund­ir gesta. Mikið er um dýrðir þetta árið, bæði í aðdrag­anda smöl­un­ar og rétt­ar­starfa og að þeim lokn­um.

Í til­kynn­ingu frá fjallskila­nefnd kem­ur fram að öll­um sé heim­ilt að taka þátt í stóðrekstr­in­um en knöp­um er bent á að leggja af stað frá án­ing­ar­hólfi hesta­manna við Sleit­ustaði og frá Lauf­skála­rétt, ekki seinna en kl. 10 í fyrra­málið. Rekstr­ar­störf munu hefjast um hálftólf frá af­rétt­ar­hliðinu við Unastaði í Kol­beins­dal. Rétt­ar­störf í Lauf­skála­rétt eiga svo að hefjast um kl. 13 á morg­un.

Áður en hrossunum er komið í dilka er vissara að …
Áður en hrossunum er komið í dilka er vissara að tékka á markinu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ólaf­ur Sig­ur­geirs­son á Kálfs­stöðum er stóðrekstr­ar­stjóri en Berg­ur Gunn­ars­son á Nar­fa­stöðum hef­ur yf­ir­um­sjón með rétt­ar­störf­um.

Hátíðar­höld­in hefjast strax upp úr há­degi í dag. Hest­hús á þrem­ur bæj­um í Skagaf­irði verða þá opin al­menn­ingi fram á kvöld. Þetta eru Neðri-Ás í Hjalta­dal, Hrímn­is­höll á Varma­læk og Varma­land í Sæ­mund­ar­hlíð. Hrímn­is­höll­in verður einnig opin á morg­un frá kl. 14-18.

Árleg sýn­ing og skemmt­un verður í kvöld í Reiðhöll­inni Svaðastöðum á Sauðár­króki. Þar sýna helstu knap­ar héraðsins rjómann af hross­a­rækt­un sinni og bregða á leik.

Sverrir Bergmann og félagar í hljómsveitinni Albatros leika á Laufskálaréttarballinu …
Sverrir Bergmann og félagar í hljómsveitinni Albatros leika á Laufskálaréttarballinu í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók, ásamt fleiri tónlistarmönnum. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Ýmis­legt fleira verður til skemmt­un­ar í héraðinu. Hót­el Varma­hlíð er með dag­skrá og dýr­ind­is veit­ing­ar í kvöld og annað kvöld. Dans­sveit Dósa er með sveita­ball í Fé­lags­heim­il­inu í Hegra­nesi í kvöld, „al­vöru flösku­ball“ eins og seg­ir í sam­an­tekt héraðsfrétta­blaðsins Feyk­is. Kaffi Krók­ur er með opið frá hálftólf í dag og á morg­un og Rún­ar Eff er með kú­reka­stemn­ingu í kvöld.

Sjálft Lauf­skála­rétt­ar­ballið verður annað kvöld í Reiðhöll­inni Svaðastöðum þar sem lands­kunn­ir tón­list­ar­menn stíga á svið. Einnig er dans­leik­ur í Höfðaborg á Hofsósi og kótilettu­veisla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert