Vitundarvakning þolir enga bið

„Ég tel að það sem ég get sjálf gert þoli …
„Ég tel að það sem ég get sjálf gert þoli enga bið," segir Katrín. Samsett mynd

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra er að und­ir­búa vit­und­ar­vakn­ingu um hat­ursorðræðu og ætl­ar að leita sam­starfs úr mörg­um átt­um. 

„Ég tel að það sem ég get sjálf gert þoli enga bið. Af því að við erum að sjá þetta bak­slag hvað varðar hat­ursorðræðu allt í kring­um okk­ur,” sagði Katrín að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Ráðist var á karl­mann sem sótti ráðstefnu Sam­tak­anna '78 fyrr í vik­unni. Einnig var veist að litl­um hópi ráðstefnu­gesta sem var á göngu niðri í bæ. Grun­ur leik­ur á að fleiri en einn hafi komið að árás­inni.

Katrín ræðst í verk­efnið í krafti embætt­is síns sem for­sæt­is­ráðherra eft­ir að hafa í fyrra lagt fram á Alþingi sér­staka aðgerðaáætl­un gegn hat­ursorðræðu. End­ur­skoðuð áætl­un er vænt­an­leg frá henni.

„Allt ann­ar heim­ur“

„Við erum að sjá þá staðreynd að til dæm­is börn og ung­menni eru um­kringd allt ann­ars kon­ar áreiti en fyrri kyn­slóðir. Þetta er bara allt ann­ar heim­ur og ég held að það skipti gríðarlegu máli að mæta þessu unga fólki á þeim stað þar sem það er,” sagði Katrín um vit­und­ar­vakn­ing­una.

„Við erum með lög­gjöf um hat­ursorðræðu, til­tölu­lega ný­lega, og það skipt­ir máli að stjórn­völd fram­fylgi því að fræða og vekja at­hygli á því hvað þetta merk­ir.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka