Ferðamaður tætir upp hálendið á 14 tonna trukk

Ævintýramaðurinn Pete Ruppert festi 14 tonna hertrukk á hálendinu á …
Ævintýramaðurinn Pete Ruppert festi 14 tonna hertrukk á hálendinu á dögunum. Greip hann til þess ráðs að grafa holu í veginn og nýta sér bíldekk sem hálfgert akkeri til að toga trukkinn áfram. Skjáskot/Youtube

Þýsk­ur æv­in­týramaður Pete Rupp­ert að nafni hef­ur ferðast um Ísland á 14 tonna hertrukk og valdið mikl­um skaða á friðlýstu landi. Hann seg­ist ekki ætla að heim­sækja landið aft­ur.

Rík­is­út­varpið greindi fyrst frá en mynd­bönd­in sem ferðalang­ur­inn birti á YouTu­be-rás­inni Pete Rupp­ert Uni­verse sýna glanna­leg­an akst­ur hans um nátt­úru Íslands.

Trukk­ur­inn fest­ist á dög­un­um á vegi í Þjórsár­ver­um og olli skemmd­um á veg­in­um sem er ekki fyr­ir nema létt­ari bíla. Til þess að rétta bif­reiðina af grófu hann og sam­ferðamaður hans holu í veg­inn og nýttu sér 300 kíló­gramma bíldekk sem hálf­gert akk­eri til þess að draga bíl­inn áfram.

Um­hverf­is­stofn­un verði lát­in vita

Jón G. Snæ­land, fé­lagi í Ferðaf­relsi, sagði í viðtali við RÚV að málið væri al­var­legt.

„Hann er nátt­úr­lega svona inni í því heil­ag­asta, Þjórsár­ver­um, og þar keyr­ir hann bara svona beint af aug­um eft­ir því sem hon­um hent­ar,“ hef­ur rík­is­miðill­inn eft­ir Jóni sem seg­ir að fé­lag­ar Ferðaf­rels­is hafi upp­götvað mynd­bönd Rupp­erts í gær.

Jón seg­ir þar að Um­hverf­is­stofn­un verði lát­in vita en lög­regl­an á Suður­landi hef­ur ekki haft spurn­ir af ferðum jepp­ans.

Seg­ir Íslend­inga vera smán­ar­blett á sköp­un­ar­verki drott­ins

Áhyggju­full­ir lands­menn geta þó huggað sig við það að ferðalang­ur­inn seg­ist ekki ætla að koma aft­ur til Íslands. Nokkr­ir Íslend­ing­ar hafa skrifað um­mæli und­ir mynd­bönd Rupp­erts og lastað hann fyr­ir að eyðileggja nátt­úr­una.

Hann hef­ur svarað sumri gagn­rýni þar sem hann þver­tek­ur fyr­ir að aka á ótroðnum slóðum – það ætti að merkja lands­lagið bet­ur – og seg­ir m.a. að Íslend­ing­ar séu „smán­ar­blett­ur á sköp­un­ar­verki Guðs“ fyr­ir að veiða hvali.

„[É]g er hvort eð er ekk­ert að koma aft­ur til Íslands. Þjóðin er gjör­sam­lega dekruð af því að mjólka túrista. Verðin eru sví­v­irðilega há og þjón­ust­an slæm. Ísland mun far­ast vegna græðgi,“ skrifaði hann í svari við gagn­rýni eins Íslend­ings og hélt áfram:

„Íslend­ing­ar slátra hvöl­um. Það er gjör­sam­lega hið versta. Skammist ykk­ar, þið eruð smán­ar­blett­ur á sköp­un­ar­verki Guðs.“

Upp­fært kl. 22.55

Ferðaklúbb­ur­inn 4x4 seg­ist sleg­inn yfir fram­ferði ferðamanns­ins. Von­ast klúbbur­inn eft­ir því að kæra verði gef­in út vegna máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert