Borgin á móti auknu umferðarflæði

Snjallljósavæðingin er ekki komin til framkvæmda þrátt frir að vera …
Snjallljósavæðingin er ekki komin til framkvæmda þrátt frir að vera eitt af forgangsverkefnum samgöngusáttmálans í núverandi mynd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að snjallljósavæðing á höfuðborgarsvæðinu þoli enga bið. Hann segir að Reykjavíkurborg standi á móti því að auka flæði almennrar umferðar, þvert á það sem stendur í samgöngusáttmálanum.

„Ég lagði mikla áherslu á það að þetta væri í forgangi eitt þegar við kláruðum samgönguáætlunina áður en samgöngusáttmálinn var undirritaður þar sem þetta var hagkvæmasta og fljótasta lausnin til þess að koma að einhverjum úrbótum,“ segir Vilhjálmur um snjallljósavæðinguna í samtali við Morgunblaðið.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi er lýtur að endurskoðun samgöngusáttmálans. Hyggst Marta leggja til að snjallljósastýring verði sett í algeran forgang og tímaramma við endurskoðun sáttmálans.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert