Skoða framtíð Gamla skála

Gamli skáli í Vatnaskógi.
Gamli skáli í Vatnaskógi.

Gamli skáli, elsta bygging sumarbúðanna í Vatnaskógi, er 80 ára á þessu ári og komið er að því að ræða um framtíð hússins, en húsið kallar á töluvert viðhald enda komið til ára sinna. Boðað hefur verið til fundar áhugafólks um starfsemina í Vatnaskógi á miðvikudaginn nk. en þar verður rætt um framtíð staðarins og m.a. rýnt í minnisblað um ástand Gamla skála sem svo er nefndur og er elsta byggingin á svæðinu, tekin í notkun 1943.

Sumarbúðir fyrir drengi hafa um langan aldur verið reknar í Vatnaskógi undir merkjum KFUM og K, en það eru Skógarmenn sem annast það verkefni.

„Það eru skiptar skoðanir í málinu, en ég held að almennt tími menn ekki að láta skálann fara og verður það vonandi aldrei gert,“ segir Ársæll Aðalbergsson framkvæmdastjóri Skógarmanna sem halda utan um starfsemina í Vatnaskógi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka