Leggja til friðun fjögurra bensínstöðva í Reykjavík

Lagt er til að fjórar rótgrónar bensínstöðvar í Reykjavík verði …
Lagt er til að fjórar rótgrónar bensínstöðvar í Reykjavík verði friðaðar. Samsett mynd

Borgarsögusafn Reykjavíkur hefur lagt til að friða húsnæði sem hýsa eða hafa hýst bensínstöðvar á fjórum stöðum í Reykjavík.

Er það m.a. gert út frá menningarsögulegu eða byggingarlistarlegu gildi húsanna. Stöðvarnar eru á reitum þar sem áætlanir hafa verið um uppbyggingu húsnæðis. 

Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af Borgarsögusafni undir yfirskriftinni Bensínstöðvar á uppbyggingarlóðum.

Bensínstöðvarnar sem um ræðir standa á Laugavegi 180, Ægissíðu 102, við Skógarhlíð 16 og á Háaleitisbraut 12. Eru þessar stöðvar allar settar í rauðan flokk í skýrslunni. 

Rauður flokkur er samkvæmt skilgreiningu í skýrslunnar: „Einstök hús, húsaraðir og götumyndir sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi vegna byggingarlistarlegrar, menningarsögulegrar og/eða umhverfislegrar sérstöðu þeirra.“

Þessar staðsetningar eru á reitum þar sem búið var að semja við Olíufélögin um uppbyggingu atvinnu og íbúðarhúsnæðis líkt og fram kemur í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar frá því í febrúar í fyrra. 

Málið fer nú til Minjastofnunar, skipulagsfulltrúa og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ef ekkert kemur fram sem hnekkir á áliti Borgarsögusafns verða bensínstöðvarnar friðaðar. 

Menningarsögulegt gildi og byggingarlist

Bensínstöðin við Laugaveg 180.
Bensínstöðin við Laugaveg 180.

Bensínstöðin við Laugaveg 180 var byggð árið 1946. Í umsögn um menningarsögulegt gildi segir   „Elsta bensínafgreiðslustöðin í Reykjavík sem enn stendur. Stöðin hefur mikið gildi vegna fágætis en fáar minjar um bílaþjónustu / bílamenningu frá miðri 20. öld eru nú varðveittar í borginni,“ segir í skýrslunni. 

Bensínstöðin við Ægissíðu 102.
Bensínstöðin við Ægissíðu 102.

Bensínstöðin við Ægissíðu 102 var byggð árið 1978. Um hana segir m.a: „Byggingarlist í háum gæðaflokki. Byggingarstíll fellur undir það afbrigði fúnkisstílsins sem einkennist af náttúrulegum formum. Einstökum hlutum byggingarinnar er raðað saman líkt og blævæng útfrá sívalningi í miðju.“

Bensínstöðin við Skógarhlíð 16.
Bensínstöðin við Skógarhlíð 16.

Bensínstöðin við Skógarhlíð 16 var byggð árið 1954. Um hana segir meðal annars:„Byggingin var sérhönnuð sem bensínstöð og smurstöð. Vönduð byggingarlist í módernískumstíl. Smárúðugluggar undir áhrifum frá iðnaðarklassík.“

Eins segir um menningarsögulegt gildi. „Stöðin hefur mikið gildi vegna fágætis en fáar minjar um bílaþjónustu / bílamenningu frá miðri 20. öld eru nú varðveittar í borginni.“

Bensínstöðin við Háaleitisbraut 12.
Bensínstöðin við Háaleitisbraut 12.

Bensínstöðin við Háaleitisbraut 12 var byggð árið 1968. Um hana segir m.a: „Gott dæmi um brútalískt afbrigði módernismans með ómúraðri steypu, sýnilegri og hrárri steypuáferð og sýnilegum steyptum þakburðarbitum. Glerþak milli bensíndæla og þjónustuhúss er í póstmódernískum stíl og virkar yfirþyrmandi.“

Eins um menningarsögulegt gildi: „Ein fárra bensínstöðva í þessum byggingarstíl sem er tiltölulega lítið breytt.“ 

Ekki lagst gegn uppbyggingu á níu reitum 

Í skýrslunni tilgreindir 13 reitir sem standa á lóðum þar sem bensínstöðvar eru nú. Líkt og ofangreint ber með sér eru því fjórir reitir sem lagt er til að friða en níu sem ekki er lagt til að friða. Þær eru við:

  • Álfheima 49
  • Álfabakka 7
  • Egilsgötu 5
  • Stóragerði 40
  • Skógarsel 10
  • Elliðabraut 2
  • Rofabæ 39
  • Birkimel 1
  • Suðurfell 4
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka