„Við lifum í okkar búbblu og teljum okkur óhætt“

Arnór Sigurjónsson segir að ef átökin breiðist út þá geti …
Arnór Sigurjónsson segir að ef átökin breiðist út þá geti sviðsmynd alþjóðamála breyst töluvert. AFP/Eyad Baba

„Þetta eru alvarlegustu átök sem Ísrael hefur staðið frammi fyrir í 50 ár, allt frá Yom Kippur stríðinu árið 1973, og þessi átök geta haft mjög alvarleg og viðvarandi áhrif, ekki bara í Miðausturlöndum, heldur á heimsvísu.“

Þetta segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, í samtali við mbl.is um átökin sem hófust í Ísrael og á Gaza-svæðinu í gær í kjölfar innrásar palestínsku hryðjuverkasamtakanna Hamas í Ísrael.

Ísland ekki endilega undanskilið

Eins og Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag þá er mikill ótti um að átökin breiðist út. Arnór segir að ef fleiri þjóðir dragist inn í átökin þá sé Ísland ekki endilega nein undantekning.

„Ef þessi átök breiðast út þá er hætta á því að Norður-Atlantshafið verði undir og þar með Ísland líka, þó að við teljum enga ógn stafa af þessum átökum hvort sem það er í Evrópu eða annars staðar. Við lifum í okkar búbblu og teljum okkur óhætt.“

Spurður nánar út í orð sín um að Norður-Atlantshafið verði undir og þar með Ísland líka, segir hann:

„Ef þessi átök breiðast út þá er hætta á því að Norður-Atlantshafið verði átakasvæði vegna þess að liðs- og birgðaflutningar yfir hafið frá Norður-Ameríku til Evrópu liggja yfir Atlantshafið og norðurfloti Rússlands er staðsettur á Kólaskaga. Ef Rússar með einhverjum hætti dragast inn í þetta þá er sviðsmyndin orðin allt önnur en hún er í dag.“

Arnór Sigurjónsson.
Arnór Sigurjónsson. mbl.is/Hallur Már
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert