„Við lifum í okkar búbblu og teljum okkur óhætt“

Arnór Sigurjónsson segir að ef átökin breiðist út þá geti …
Arnór Sigurjónsson segir að ef átökin breiðist út þá geti sviðsmynd alþjóðamála breyst töluvert. AFP/Eyad Baba

„Þetta eru al­var­leg­ustu átök sem Ísra­el hef­ur staðið frammi fyr­ir í 50 ár, allt frá Yom Kipp­ur stríðinu árið 1973, og þessi átök geta haft mjög al­var­leg og viðvar­andi áhrif, ekki bara í Miðaust­ur­lönd­um, held­ur á heimsvísu.“

Þetta seg­ir Arn­ór Sig­ur­jóns­son, sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um, í sam­tali við mbl.is um átök­in sem hóf­ust í Ísra­el og á Gaza-svæðinu í gær í kjöl­far inn­rás­ar palestínsku hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as í Ísra­el.

Ísland ekki endi­lega und­an­skilið

Eins og Katrín Jak­obs­dótt­ir sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag þá er mik­ill ótti um að átök­in breiðist út. Arn­ór seg­ir að ef fleiri þjóðir drag­ist inn í átök­in þá sé Ísland ekki endi­lega nein und­an­tekn­ing.

„Ef þessi átök breiðast út þá er hætta á því að Norður-Atlants­hafið verði und­ir og þar með Ísland líka, þó að við telj­um enga ógn stafa af þess­um átök­um hvort sem það er í Evr­ópu eða ann­ars staðar. Við lif­um í okk­ar búbblu og telj­um okk­ur óhætt.“

Spurður nán­ar út í orð sín um að Norður-Atlants­hafið verði und­ir og þar með Ísland líka, seg­ir hann:

„Ef þessi átök breiðast út þá er hætta á því að Norður-Atlants­hafið verði átaka­svæði vegna þess að liðs- og birgðaflutn­ing­ar yfir hafið frá Norður-Am­er­íku til Evr­ópu liggja yfir Atlants­hafið og norður­floti Rúss­lands er staðsett­ur á Kóla­skaga. Ef Rúss­ar með ein­hverj­um hætti drag­ast inn í þetta þá er sviðsmynd­in orðin allt önn­ur en hún er í dag.“

Arnór Sigurjónsson.
Arn­ór Sig­ur­jóns­son. mbl.is/​Hall­ur Már
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert