Þörf á sjúkraþyrlu á Akureyri

„Ég hef lengi viljað bæta viðbragð Landhelgisgæslunnar með þyrlu á Akureyri sem myndi sinna Norður- og Austurlandi og austanverðum Vestfjörðum og ekki síst hálendinu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem hefur lagt fram þingsályktunartillögu um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri í félagi við sex samflokksmenn, þrjá úr Framsókn, tvo frá Vinstri grænum og einn frá Samfylkingu, Viðreisn og Flokki fólksins.

„Það verður að dreifa áhættunni“

„Það er mikil þekking og geta á Akureyri til að sinna þessu verkefni og m.a. búa tveir af sex þyrluflugstjórum gæslunnar fyrir norðan, læknar, flugvirkjar og aðrir sem geta nýst starfseminni.“ Njáll Trausti er flugumferðarstjóri sjálfur með 30 ára reynslu og þekkir aðstæður fyrir norðan mjög vel.

„Það verður að dreifa áhættunni og það er ekki hægt að hafa allar þyrlur gæslunnar á suðvesturhorni landsins,“ segir hann og bendir á að í sumar hafi Landhelgisgæslan tekið tvær vaktir fyrir norðan og þá var sýnt fram á mikla þörf. Það hefur lengi verið rætt um að það sé veikleiki að hafa allar þyrlur á sama svæði og mikilvægt að koma upp annarri starfsstöð á Akureyri sem getur sinnt því svæði sem er landfræðilega lengst frá höfuðborgarsvæðinu.

Njáll Trausti Friðbertsson.
Njáll Trausti Friðbertsson. Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson

Kominn tími til að framkvæma

„Það er kominn tími til að hætta að tala um mikilvægi þess að hafa þyrlu nálægt stórum svæðum landsins, og framkvæma það,“ segir Njáll Trausti og bendir á fjölgun ferðamanna á svæðinu og hversu miðsvæðis Akureyri sé fyrir stóra hluta landsins. 85% sjúkraflugs er sinnt af flugvélum og 15% af þyrlum, sem oft fá útköll þar sem aðstæður eru erfiðar. „Svo má ekki gleyma miðunum og aukinni áherslu á norðurslóðir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert