Þingflokksfundur hafinn í Valhöll

Bjarni Benediksston formaður Sjálfstæðisflokksins á leið á þingflokksfund.
Bjarni Benediksston formaður Sjálfstæðisflokksins á leið á þingflokksfund. mbl.is/Óttar

Þing­flokks­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hófst í Val­höll klukk­an 9.30 nú í morg­un en þar mun Bjarni Bene­diks­son formaður leggja til breytta ráðherra­skip­an flokks­ins.

Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að Bjarni verði ut­an­rík­is­ráðherra en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra.

Vel er mætt á Þingflokksfundinn í Valhöll.
Vel er mætt á Þing­flokks­fund­inn í Val­höll. mbl.is/Ó​ttar

For­menn stjórn­ar­flokk­anna efna til blaðamanna­fund­ar klukk­an 11. Þar verður fjallað um er­indi stjórn­ar­inn­ar á síðari hluta kjör­tíma­bils­ins, með efna­hags­mál í brenni­depli. Klukk­an 14 hefst svo rík­is­ráðsfund­ur á Bessa­stöðum, þar sem ráðherra­skipti fara fram.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/Ó​ttar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir há­skóla, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra. mbl.is/Ó​ttar
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert