Þingflokksfundur hafinn í Valhöll

Bjarni Benediksston formaður Sjálfstæðisflokksins á leið á þingflokksfund.
Bjarni Benediksston formaður Sjálfstæðisflokksins á leið á þingflokksfund. mbl.is/Óttar

Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 9.30 nú í morgun en þar mun Bjarni Benediksson formaður leggja til breytta ráðherraskipan flokksins.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Bjarni verði utanríkisráðherra en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.

Vel er mætt á Þingflokksfundinn í Valhöll.
Vel er mætt á Þingflokksfundinn í Valhöll. mbl.is/Óttar

Formenn stjórnarflokkanna efna til blaðamannafundar klukkan 11. Þar verður fjallað um erindi stjórnarinnar á síðari hluta kjörtímabilsins, með efnahagsmál í brennidepli. Klukkan 14 hefst svo ríkisráðsfundur á Bessastöðum, þar sem ráðherraskipti fara fram.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Óttar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Óttar
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert